EOS M5: Hrikalega öflug spegillaus myndavél < Origo

 
 

EOS M5: Hrikalega öflug spegillaus myndavél

18.01.2017

EOS M5 er ein af nýjustu myndavélum Canon og var kynnt í september sl. en byrjaði í sölu hér á landi í lok desember. Um er að ræða flaggskip Canon í spegillausum myndavélum en EOS M5 býr yfir afköstum DSLR myndavéla auk þess að vera afar nett og meðfærileg.

Sú fyrsta með DIGIC 7

EOS M5 er fyrsta EOS myndavélin með DIGIC 7 örgjörvanum frá Canon og er þ.a.l. búin bestu myndtækni sem og 24.2 megapixla APS-C CMOS myndflögu og Dual Pixel CMOS AF tækni sem skilar notandanum skörpum og nákvæmum ljósmyndum og virkilega flottu vídeó.

Svipuð myndflaga og í EOS 80D – ISO 25,600

Myndflagan í EOS M5 er búin svipaðri tækni og myndflagan í Canon EOS 80D auk þess að vera með betra dynamic range og latitude til að fá fallega skugga og contrast. ISO-ið í EOS M5 er jafnframt magnað þar sem þú getur keyrt það upp í 25,600 sem getur hentað við margvíslegar aðstæður.

Canon EOS M5 er einnig mjög hraðvirk þar sem hún tekur 7 ramma á sekúndu og þú getur keyrt hana upp í 9 ramma á sekúndu með föstum sjálfvirkum fókus.,

Full HD 60p – Fimm öxla hristivörn

EOS M5 tekur Full HD vídeó í 60p sem tryggir þér óviðjafnanleg myndgæði og þá er hún búin fimm öxla hristivörn sem dregur úr hristing þegar þú ert að nota linsur án hristivarnar. Þess ber að geta að hristivörnin er svo enn öflugri þegar þú ert að nota linsum sem eru búnar Dynamic IS (hristivörn).

EOS M5 er gríðarlega vel hönnuð myndavél með stórum sjónglugga (viewfinder) eins og á DSLR myndavélum auk þess að vera með LCD snertiskjá sem gerir vélina sérstaklega notendavæna.

Bluetooth tenging

Auk þess að vera með Wi-Fi og NFC þá er EOS M5 með Bluetooth tengimöguleika sem skapar stöðuga tengingu á milli snjallsímans og myndavélarinnar. Þannig getur þú skoðað og sent myndir án þess að taka myndavélina úr töskunni þar sem tengingin fer yfir á Wi-Fi þegar þess er þörf. Þú getur einnig notað snjallsímann þinn sem fjarstýringu fyrir myndavélina.

Canon EOS M5 er nú þegar komin í þremur útgáfum, allt eftir því hvað hentar þér:

Auk þess að bjóða upp á fyrrgreindar EF-M linsur, sbr. 15-45 og 18-50, þá eru eftirfarandi Canon EF-M linsur í boði; EF-M 22mm f/2 STM, EF-M 28mm f/3.5 Macro IS STM, EF-M 18-55mm f/3.5-5.6 IS STM, EF-M 55-200 f/4.5-6.3 IS STM og EF-M 11-22mm f/4-5.6 IS STM.

Með adatpernum eða breytistykkinu sem hægt er að setja á EOS M myndavélar getur þú svo notað yfir 80 EF linsur frá Canon.