Fartölva eða spjaldtölva? < Origo

 
 

Fartölva eða spjaldtölva?

01.03.2016

Umræðan síðustu mánuði hefur snúist mikið um spjaldtölvur og hvort þær komi í stað fartölvunnar. Staðreyndin er sú að fjölmargir notendur eru að leita að léttari búnaði en áður til þess að ferðast með og skoða gögn.

Fislétt X1 Carbon spjaldtölva

Við mælum yfirleitt með fartölvu enda mögulegt að vinna fulla vinnu hvar sem er á vandaðri fartölvu og er t.d. X1 Carbon alveg sérstaklega fislétt. Hins vegar hefur nýja X1 spjaldtölvan alveg einstaka eiginleika á spjaldtölvumarkaðnum með frábærum 12” FHD+ skjá og aðeins 795g þyngd (án lyklaborðs). Það er því einstakt að lesa gögn af slíkri vél og svo er mögulegt að bæta við lyklaborð þegar á þarf að halda en það festist við með segli og hefur 2 stillingar eftir hentugleika. Aftan á skjánum er snjall standur sem smellt er út með einu handtaki en hann er þeirrar gerðar að það er auðvelt að vinna á vélina í kjöltunni ólikt öðrum sambærilegum spjaldtölvum.

Skemmtilegir aukahlutir

Það dugar Lenovo sjaldnast að búa til einfaldar vélar án þess að hugsa út fyrir kassann og er því mögulegt að fá skemmtilega aukahluti á X1 spjaldtölvuna. Fyrst má nefna “vinnutengið” sem er með 5 klst rafhlöðu, USB, HDMI og Onelink+ tengi. Svo er hægt að fá 3D Realsense myndavél sem tekur þrívíddarmyndir og getur t.d. mælt stærðir og vegalengdir. Síðast en ekki síst er svo hægt að fá skjávarpa við spjaldtölvuna sem er um 50lm og getur sýnt 60” mynd í 2m fjarlægð. Skjávarpinn er einnig með HDMI tengi svo að hægt er að tengja aðrar tölvur við hann. Þessir aukahlutir smella auðveldlega á spjaldtölvuna og verða hluti af henni.

3 ára ábyrgð á spjaldtölvu (já þú last rétt)

X1 spjaldtölvan er með Core m7 örgjörva, allt að 16GB minni og 1TB SSD svo að nóg er plássið og einnig má fá hana með 4G modemi svo að hún tengist hvar sem er. Ábyrgðin er 3 ár eins og á flestum ThinkPad vélum og sér Nýherji um alla þjónustu. Það er mjög mikilvægt að hægt sé að gera við búnað hérlendis því að flest fyrirtæki geta ekki sent búnað til viðgerðar erlendis með trúnaðargögnum á. Einnig er varahlutaútvegun tryggð í amk. 5 ár.