Frá skissu að vef - GO Iceland bílaleiga < Origo

 
 

Frá skissu að vef - GO Iceland bílaleiga

30.06.2017

Nýr vefur GO Iceland bílaleigu

GO Iceland Car Rental er bílaleiga sem var að gefa út nýjan vef í samstarfi við TM Software. Vefurinn fór í loftið í maí 2017 og er sérþróaður í WordPress vefumsjónarkerfinu.

GO Iceland er bílaleiga með hágæða úrval af 4X4 bílum og fólksbílum. Lykilmarkmið GO Iceland er að veita framúrskarandi og persónulega þjónustu, en leiguverðin þeirra eru með þeim betri á markaðnum og þeir bjóða upp á 24 tíma neyðarnúmer.

Vandamálið

GO Iceland komu til okkar hjá TM Software með gamlan vef þar sem færri notendur voru að ljúka við kaup, en fóru inn í bókunarflæðið og því fór conversion rate lækkandi. Í vaxandi samkeppni í ferðaiðnaðinum á Íslandi, þurfa fyrirtæki eins og GO Iceland að vera á tánum og standa sig vel í vefmálum til að lifa af. Við sáum strax að bókunarferlið eins og það var á gamla vefnum, var mjög yfirþyrmandi og flókið, enda var bounce rate í því óvenju hátt. Að því gefnu vildum við einfalda vefinn töluvert, skipta bókunarferlinu upp í meðfærileg skref og stækka vefinn upp til að nýta plássið sem best.

Markmið

 • Sýna kjarna GO Iceland á vefnum í gegnum notendavæna og einfalda vefhönnun.
 • Auðvelda og samræma bókunarflæðið til að auka traust.
 • Uppfæra og straumlínulaga vefinn og gera hann skalanlegan fyrir öll tæki.
 • Endurhugsa veftréð og hreinsa til og einfalda efni.

Kröfur

 • Leitarvélabestun (SEO).
 • Þarfagreining.
 • Notendaupplifun (UX).
 • Nytsemisgreining.
 • Upplýsingaarkitektúr (IA).
 • Prófanir.
 • Wireframe og prototýpa.
 • Sérsniðin Wordpress lausn.

Fyrsti fasi - greining og prototyping

Vefurinn var mjög flókinn og sáum við strax að það þyrfti að taka vel til í honum og endurskipuleggja. Fyrsta skrefið var því að fara yfir leiðakerfið og vefmælingar og hreinsa til óþarfa efni. Lykilverkefni vefsins voru svo skilgreind og wireframe teiknaðir, ítraðir og bestaðir. Eitt helsta lykilverkefnið var að gera notendum kleift, á mjög auðveldan hátt, að nálgast raunverð á bílaleigubílum í gegnum einfalda bókunarvél.

Annar fasi - hönnun

Þegar grindin og leiðakerfið var komið í gott form, var byrjað að hanna vefinn ofan á wireframes. Leturgerðin, litirnir og formin voru ákveðin út frá vörumerkinu GO Iceland. Full skjástærð var nýtt og hugsað var um hönnun vefsins frá snjallsímum allt til stórra skjáa; skalanlegur vefur sem skalast bæði upp og niður. Gamli vefurinn nýtti víddina mjög illa og með því að stækka grindina upp myndaðist mikið pláss sem nýttist vel og gerði allar einingar mun aðgengilegri.

Þriðji fasi - útfærsla og forritun

Wordpress vefumsjónarkerfið var notað fyrir nýja vef GO Iceland, en sniðmátið var sérhannað og bestað að efninu á vefnum. Örþjónusta (e. micro service) var þróuð til að tala við flotakerfi Dacoda sem GO Iceland notar til að halda utan um bílaleigubílana, verð og bókanir. Skipt var úr greiðslusíðu í greiðslugátt til að einfalda og halda samræmi í bókunarflæðinu.

Árangur

Útkoman er einfaldur og aðlaðandi bókunarvefur sem er skalanlegur og virkar í öllum stærðum af skjám og tækjum. Bókunarferlið var endurhannað frá A-Ö og þróðað algjörlega upp á nýtt með því að nýta örþjónustutækni. Kjarni söluvefja er bókunarferlið og fór stærsti parturinn af hönnuninni og þróuninni í það. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa og sýna vefmælingar að bounce rate hefur lækkað um 10% á meðan conversion rate fer hækkandi. 

En hvað finnst GO Iceland um samstarfið?

„Ég upplifði mjög fagmannlegar viðtökur af starfsfólki TM Software allt frá byrjun. Það er mikill munur að starfa með fyrirtæki sem býr að svona margbrotnum mannauð og mörgum forriturum. Allt starfsfólkið býr yfir mikilli þekkingu og fóru yfir allt í smáatriðum með okkur og það á mannamáli sem var mjög lærdómsríkt. Ég treysti þeim algjörlega fyrir þessu verkefni, því þau tóku svo gott mið af okkar þörfum og hlustuðu vel á allar okkar óskir. Ef það kom eitthvað upp á ferlinu sem þurfti að skoða, fóru þau strax í málið með bros á vör. Ég gæti ekki verið meira ánægður með TM Software og þeirra þjónustu.”

Jan Murtomaa, Head of Digital, Go Iceland Car Rental