Er GDPR vinnsluskráin að gleypa þig? < Origo

 
 

Er GDPR vinnsluskráin að gleypa þig?

30.05.2019

Ekki láta gleypa þig að óþörfu því að CCQ gæðakerfið er með snjallari leið fyrir þig!

Sjálfvirkni og rafræn vinnsluskrá

Ert þú að skrá vinnslur í Excel til þess að geta sent Persónuvernd vinnsluskrá fyrirtækisins? Er skjalið kannski orðið risastór og erfitt að viðhalda því og nýta í rekstrinum?

CCQ hjálpar þínu fyrirtæki að:

 • Fá stöðumat gagnvart kröfum GDPR löggjafarinnar.
 • Fá verkefnalista yfir „mín verk" og annarra.
 • Hafa staðlaða spurningalista (sniðmát) sem fara á milli aðila með rafrænum hætti.
 • Hafa útgáfstýringu á spurningalistum og vistunarsögu þeirra.
 • Hafa yfirsýn yfir þær hættur sem geta falist í vinnslum.
 • Tengja vinnsluna við útgáfustýrt skjalfest verklag og varðveislustað.
 • Hafa alla vinnslusamninga frá birgjum á einum stað, tengda hugbúnaði og vinnsluskrá.
 • Tengja vinnsluna við kröfuna í reglugerðinni.
 • Senda vinnslusvörin í forúttekt með rafrænum hætti.
 • Tekið út vinnsluskrá með rafrænum hætti til að senda t.d. Persónuvernd.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar ef þú vilt vita hversu einfalt það er að flytja þína vinnsluskrá yfir í CCQ.

Ertu að hefja GDPR vinnuna?

Með persónuverndarlöggjöfinni, frá 15. júlí 2018, var m.a. gerð krafa um:

 • Upplýsingar og vinnslur með persónugreinanlegum upplýsingum séu skráðar og flokkaðar.
 • Tilganginum með söfnunni sé lýst.
 • Borin séu kennsl á áhætturnar sem felast í söfnuninni.
 • Tilgreindur sé varðveislutími gagnanna.
 • Til séu skjalfestar stefnur um öryggismál og persónarverndarstefnu.
 • Til séu vinnulýsingar er uppfylla kröfurnar í löggjöfinni.

CCQ er gæðastjórnunarlausn sem tryggir skjalafestingu og hlítingu við kröfur eins og GDPR, ISO, jafnlaunakerfi og aðra staðla, lög og reglugerðir.