Google Tag Manager < Origo

 
 

Google Tag Manager

10.03.2015

Hugmyndin á bakvið Google Tag Manager var að einfalda innleiðingu og viðhald á töggum líkt og Google Analytics og AdWords Conversion, án þess að þurfa snerta kóðann á síðunni. GTM er hannað með það í huga að hver sem er getur sett tögg á vefsíður án þess að fá aðstoð frá tæknimanni.

Notendaviðmótið í Google Tag Manager er einfalt og lýsandi sem gerir það að verkum að hver sem er getur náð tökum á GTM frekar auðveldlega.

Fyrsta skrefið í átt að nota Google Tag Manager er að búa til "container" en hann mun halda utan um öll töggin. "Container" er JavaScript sem er sett á hverja síðu fyrir sig, en þegar því er lokið er fyrst hægt að hefjast handa við að búa til tögg. Það er "container" að þakka að við getum uppfært, lagað og eytt töggum án þess að þurfa fara í kóðann á vefsíðunni.

Undir tags flipanum getum við valið öll þau tögg sem við viljum hafa á vefsíðunni. Google Tag Manager býður upp á fjöldann allan af fyrirfram uppsettum töggum eins og "Google AdWords Conversion tracking", "Google Analytics Universal" og "Classic", "DoubleClick Floodlight" og "Event Listener". Einnig er hægt að bæta við sérhæfðum töggum með "Custom Tag".

Núna þegar töggin eru tilbúin þá þurfum við að segja hvenær Google Tag Manager á að keyra þessi tögg. Google Tag Manager notar innbyggðar reglur sem segja til um hvenær ákveðin tögg eiga að fara af stað. Segjum sem svo að við viljum að "AdWords Conversion" taggið fari af stað þegar einhver kaupir vöru á síðunni okkar. Þá er hægt að skilgreina reglu líkt og þessa hér:

{{url}} equals example.com/thankyou. html

Hérna myndi AdWords Conversion taggið fara af stað þegar notandi endar á /thankyou síðunni okkar.

Google Tag Manager notar macros, táknaðir með {{ }} til að geyma ýmsar upplýsingar og gildi sem eru nauðsynlegar fyrir GTM. Í dæminu að ofan er {{url}} macro notaður til að geyma urlið á vefslóðinni sem gesturinn er á. Ef hann er staddur á /thankyou.html þá túlkar GTM það þannig að hann eigi að keyra AdWords Conversion taggið en ef innihald {{url}} er /info.html þá gerist ekki neitt.

Google Tag Manager frábær lausn sem er auðveld í notkun og innleiðingu. Helsti kosturinn við GTM eru möguleikanir sem macros bjóða upp á, sveigjanleikinn. Ég mæli eindregið með að sem flestir kynni sér þessa lausn frá Google nánar.