Hvað þýðir uppfærslan hjá Google þann 21. apríl? < Origo

 
 

Hvað þýðir uppfærslan hjá Google þann 21. apríl?

22.04.2015

Hvernig við leitum eða “Google-um” hefur breyst hratt síðustu ár. Nú þegar leit á leitarvélum í gegnum snjalltæki er orðin meiri en í tölvu er mikilvægt að vefir séu skalanlegir. Þetta styður Google sértaklega með uppfærslunni sem kom út 21. apríl.

Sem dæmi, leiti ferðamaður af “whale watching in reykjavik” í gegnum snjallsíma birtast skalanlegir vefir ofar í leitarniðurstöðum heldur en vefir sem eru ekki skalanlegir. Þeir vefir sem eru ekki skalanlegir munu því tapa sýnileika hjá Google og verða af heimsóknum.

Uppfærslan mun ekki hafa áhrif á leit úr tölvu (e. desktop search) en mikilvægt er fyrir vefstjóra að gera sér grein fyrir því hversu stór hluti umferðar inn á vefsvæðið kemur frá snjalltækjum (e. mobile) en ljóst er að þessi tegund umferðar á bara eftir að aukast.

  • Google setti upp leiðbeiningar fyrir alla sem vilja ekki verða af snjalltækjaheimsóknunum. 
  • Hér er t.d. tól frá Google sem prófar hvort vefurinn standist kröfur þeirra.