Kostnaður vegna fjársvika < Origo

 
 

Kostnaður vegna fjársvika

24.04.2015

Fjársvik og misferli ýmiskonar hafa færst í aukana og eru sívaxandi vandamál í daglegum rekstri fyrirtækja og stofnana. Viðskiptaumhverfið verður sífellt breytilegra með tilkomu nýrra lausna og þjónustu, sem gerir það ómögulegt fyrir nokkurt fyrirtæki eða stofnun að útiloka tjón af völdum fjársvika.

Stjórnendur fyrirtækja og stofnana þurfa þess vegna að vita áhættuna sem fylgir þessari ógn. Til að takmarka umfang hugsanlegs tjóns þarf að vinna að betrumbótum með ferlum og lausnum með áherslu á afstýringu og uppgötvun ógna og síðast en ekki síst – betri, fljótari og hnitmiðaðri viðbrögðum við grunsamlegum atburðum. Þetta er hin heilaga þrenning í öryggismálum sem fyrirtæki þurfa að tileinka sér:

  • Afstýring - Draga úr hættu á því að fjársvik eða misferli geti átt sér stað.
  • Uppgötvun – Koma upp um fjársvik og misferli þegar þau eiga sér stað.
  • Viðbrögð - Rannsaka málið og draga úr þeim skaða sem leiðir af fjársvikum.

Tjónakostnaður stóreykst

Áætlaður árlegur tjónakostnaður vegna fjársvika í heiminum eru um og yfir 3.500 milljarðar dollara og er talin vera að meðaltali 5% af heildartekjum fyrirtækja og stofnana. Einnig tekur um 3,5 ár að uppgötva fjársvik og í flestum tilfella kemst upp um misferli í gegnum ábendingar frá aðilum sem hafa grunsemdir um óeðlilega viðskiptahætti.

  • 5% af heildartekjum fara í tjónakostnað vegna fjársvika
  • 3,5 ár er tíminn sem það tekur að meðaltali að koma upp um misferli

67% fjársvika eru framkvæmd af karlmönnum

Fjársvik og misferli á vinnustöðum eru mjög algengt og nánast ómögulegt að koma í veg fyrir. Aðallega er það yfirbragð svikarans sem erfitt er að greina og sjá í gegnum því viðkomandi er í felubúningi venjulegs starfsmanns, yfirmanns eða framkvæmdastjóra og hagar sér eðlilega eftir því. Þegar tíðni er skoðuð fer meirihluti svika fram hjá starfsmönnum eða yfirmönnum en minnihluti hjá eigendum eða framkvæmdastjórum. Ef skoðaður er heildartjónakostnaður út frá stöðu viðkomandi starfsmanns þá eru eigendur og framkvæmdastjórar með mun hærri tjónakostnað heldur en aðrir starfsmenn.

  • 67% fjársvika á vinnustöðum eru framkvæmd af körlum
  • Eldri starfsmenn valda meira tjóni en yngri starfsmenn
  • Flestir svikarar eru á aldursbilinu 32 – 45 ára

Hvað getur þú gert til að koma í veg fyrir svik?

Komdu á morgunverðarfund Nýherja, IBM og FraudID, næstkomandi þriðjudag í Borgartúni 37 um fjársvik og tölvuglæpi. Ókeypis er á ráðstefnuna og helstu sérfræðingar í heimi fjársvika munu veita innsýn í heildstæðar lausnir til að afstýra, uppgötva og afhjúpa svik og misferli. Skráðu þig hér.

 

Heimildir: “2014 Report to the Nations on Occupational Fraud and Abuse.” - Association of Certified Fraud Examiners, Inc.