Mæling á notkun hakreita með Google Tag Manager < Origo

 
 

Mæling á notkun hakreita með Google Tag Manager

28.05.2015

Við erum með hakreit (e. checkbox) á vefsíðu og viljum vita þegar notendur haka við reitinn.

Gefum okkur það að kóðinn líti svona út:

Þá er hægt að búa til frekar einfalt 'jQuery script':

Það sem þetta 'jQuery script' er að segja okkur er að þegar einhver smellir í hakreit (e. checkbox) með id='Hotel' þá er gildið (e. value) 'true' geymt inni í breytunni 'Hotelcheck'. Þessar upplýsingar getum við síðan notfært okkur í Tag Manager.

Athugið að þetta 'jQuery script' er bara að hlusta eftir þegar einhver smellir á 'Hotel' hakreitinn. Ef á að fylgjast með fleiri hakreitum þá þarf að útbúa sambærilegt 'jQuery script' fyrir hina hakreitina.

Næsta skref er síðan að fara inn í Tag Manager og búa macro sem geymir gildið úr breytunni 'Hotelcheck'. Það er gert með því að búa til macro af tegundinni 'Custom JavaScript', setjum sama 'jQuery script' þar inn og gefum macro-inum lýsandi heiti.

Næsta skref er síðan að búa til 'Event Tracking Tag' sem sér um að senda þessar upplýsingar inn í Analytics.

Næst þarf að búa til reglu sem segir Tag Manager hvenær þetta tag á að safna upplýsingum og senda inn í Analytics.

Hægt að nota sama 'jQuery script' og að ofan.

Hér er verið að segja: Þegar þú ert inn á síðu með /accommodation/detail í slóðinni (e. 'URL') og þegar það er búið að smella í hakreitinn fyrir Hótel þá áttu að taka þessar upplýsingar og senda þær yfir í Analytics sem 'Event Track'.

Voila! þegar þetta er allt komið þá þarf einfaldlega að skoða (e. preview) taggið og ef allt er í góðu, birta (e. publish) það og horfa á tölurnar streyma inn í Analytics.