Myndavél í síma sem kemur á óvart < Origo

 
 

Myndavél í síma sem kemur á óvart

22.09.2015

Ég tók Moto X Play símann með mér eina helgi í sveitina, kíkti í réttir, fór að veiða og týndi ber.

 

Myndavélin í símanum kom mér virkilega á óvart og var merkilega góð. Hún ræður ágætlega við birtu og skugga, skilar flottum myndum sem eru ótrúlega skýrar!


Flott linsa

Það er greinilegt að linsan er flott og í fyrsta skipti nota ég símamyndavél með það stóru ljósopi að maður þarf að vanda sig hvar maður fókusar.

Þetta er mikill kostur en maður þarf ögn að vanda sig til að ná hámarks árangri.

 

Hraðamyndataka sem virkar

Þegar ég myndaði fé á hlaupum nýtti ég hraðmyndatökuna í símanum, sem gerir manni kleyft að halda inni takka og síminn tekur fjölda mynda í röð, eins lengi og maður heldur takkanum inni. Ég hef aldrei áður prófað síma sem tekur myndir jafn hratt og á sama tíma hélt hann fókusnum vel.

Öflugt flass

Það gildir það sama í myndatökum á þessum síma og öðrum, hann ræður illa við myndatöku í mjög lítilli birtu og myndir með flassi eru ekki endilega þær fallegustu. Hinsvegar er hann með virkilega öflugu flassi miðað við síma sem hjálpar mikið til í rökkrinu.

Maður þarf að vanda sig með alla síma að halda þeim vel kyrrum til að fá síður hreyfðar myndir og leytast eftir bestu sjónarhornunum. Mér fannst "auto stillingarnar" koma vel út og var ekkert að fikta í þeim.

 

Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari