Nýjar og magnaðar ,,superzoom“ myndavélar frá Canon < Origo

 
 

Nýjar og magnaðar ,,superzoom“ myndavélar frá Canon

02.05.2016

Fólk sem notar eingöngu síma til að fanga sínar dýrmætustu minningar lendir oft í því að viðfangsefnið er alltof langt í burtu þannig að það sést afar illa á myndinni. Maður heyrir stundum fólk segja, ,,úff, hvað ég væri nú til í að geta súmað aðeins nær til að fá alvöru mynd!“

Canon hefur í mörg ár boðið upp á öflugar superzoom myndavélar og kynnti fyrirtækið fyrir stuttu þrjár nýjar vélar með allt að 50x optískum aðdrætti.  Um er að ræða PowerShot SX420 IS, PowerShot SX540 HS og PowerShot SX720 HS. Allar myndavélarnar eru með Wi-Fi og NFC þannig að það er auðvelt fyrir notendur að deila hágæða ljósmyndum á samfélagsmiðla eða senda á vini.

Fyrsta ber að nefna Canon PowerShot SX420 IS sem er búin 42x optískri aðdráttarlinsu og 20 megapixla myndflögu. Flott vél með öflugri hristivörn og tekur HD vídeó; frábær fyrir þá sem vilja myndavél með góðu gripi og öflugri linsu til að taka með í ferðalagið eða í gönguferðir.

Því næst er Canon PowerShot SX540 HS sem er eins og SX420 IS með góðu gripi og 20 megapixla myndflögu. Það sem SX540 HS hefur fram yfir SX420 IS vélina er m.a. ljósnæmari HS CMOS myndflaga frá Canon, Full HD vídeó með 60p rammahlutfalli og 50x optíska aðdráttarlinsu sem jafngildir 24-1200mm mv. 35mm!

Að lokum ber að nefna Canon PowerShot SX720 HS sem er mun nettari og þynnri heldur en fyrrgreindar vélar. Frábær fyrir þá sem vilja öfluga 40x aðdráttarlinsu sem jafngildir 24-960mm og þá er hún með fimm öxla hristivörn. SX720 HS er einnig búin 20.3 megapixla CMOS myndflögu sem er afar ljósnæm sem hjálpar þér að taka betri myndir við lakari birtuskilyrði.

Allt eru þetta afar vandaðar ,,superzoom“ myndavélar frá Canon en fyrirrennarar þeirra hafa reynst mjög vel en hægt er að skoða þær betur í Netverslun Nýherja.

Canon PowerShot SX420 IS

Canon PowerShot SX540 HS

Canon PowerShot SX720 HS