Nýtt skalanlegt vefsvæði komið í loftið fyrir Íslensku Óperuna < Origo

 
 

Nýtt skalanlegt vefsvæði komið í loftið fyrir Íslensku Óperuna

14.11.2014

Í byrjun október opnaði Íslenska Óperan nýtt vefsvæði, opera.is. Vefurinn er hannaður af starfsmönnum TM Software og settur upp í vefumsjónarkerfinu WebMaster frá TM Software.

Aðgengilegri vefur

Eitt helsta markmið með endurhönnuninni var að gera vefinn aðgengilegri. Vefurinn styður nú mismunandi tæki svo sem snjallsíma og spjaldtölvur til viðbótar við hefðbundnar skjástærðir. Einnig var markmiðið að auðvelda aðgengi að efni vefsins með skýrri og fallegri framsetningu. Sem dæmi má nefna að í dag má með einföldum hætti skoða upplýsingar um allar uppsetningar á óperum og einnig ítarlegar upplýsingar um söngvara sem taka þátt í uppfærslum Íslensku Óperunnar

Vefurinn vekur athygli

Unnið var í nánu samstarfi við starfsfólk Íslensku Óperunnar að hönnun og uppsetningu nýja vefsvæðisins.

“Við erum stolt af samstarfi okkar við TM Software sem hefur í áraraðir verið einn af bakhjörlum Íslensku Óperunnar. Nýja vefsvæðið okkar hefur vakið mikla athygli fyrir aðgengilega og fallega hönnun og við erum mjög ánægð með það.“

Segir Inga María Leifsdóttir kynningar- og markaðsstjóri Íslensku Óperunnar.

Við hjá TM Software óskum Íslensku Óperunni til hamingju með nýja vefinn.