Ofurþunnir vinnuhestar < Origo

 
 

Ofurþunnir vinnuhestar

06.01.2016

Aðeins 1,18kg

Á árinu 2016 munum við sjá Lenovo ThinkPad græjur nálgast áður óþekkta mælikvarða. Af mörgum nýjungum þetta árið verður fyrst að telja X1 línuna: vörulína af léttum, ofurþunnum og einstökum tölvum sem vekja athygli um allan heim.

X1 Carbon fartölvan víðfræga kemur nú í 4. Kynslóð og er aðeins 1,18kg að þyngd, 16,5mm og lítur einfaldlega ótrúlega vel út. Hún er eftir sem áður léttasta 14” fyrirtækjatölvan á markaðnum enda byggð úr hágæða koltrefjum sem eru yfirleitt notaðar í gervihnetti sem þurfa að þola nokkuð álag. Meðal nýjunga í X1 eru NVMe SSD diskar sem eru uþb. 20-30x hraðvirkari en harður diskur og 5x hraðvirkari en hefðbundnir SSD og marka tímamót í afköstum SSD diska. X1 Carbon fer í gegnum rúmlega 200 álagsprófanir hjá Lenovo enda eru hún gerð fyrir framsækna notendur sem vilja aðeins það besta. X1 Carbon er fáanleg með 4G modemi með Snapdragon örgjörva sem styður nýjustu kynslóð 4G neta með allt að 300Mbps afköstum. Minnið getur nú orðið 16GB, SSD diskar 1TB og skjáir 14” WQHD (2560x1440). 

Þess má geta að allar ThinkPad fartölvur eru Milspec vottaðar sem gerir þær sterkbyggðar, virkilega sterkbyggðar.Kíktu á myndbandið.

 

OLED skjár í fartölvu

Allir þekkja orðið Yoga fartölvurnar en ThinkPad X1 kemur nú einnig í ótrúlegri Yoga útgáfu, ThinkPad X1 Yoga. X1 Yoga er snilldar fartölva með snertiskjá sem getur breyst í spjaldtölvu og við það læsist lyklaborðið á einstakan hátt sem gerir spjaldtölvunotkun auðvelda. X1 Yoga er jafnframt fyrsta fartölvan sem fæst með OLED skjá (apríl) en slíkir skjáir eru ótrúlega skarpir, bjartir og hraðir.

Lenovo X1 Yoga vegur aðeins 1,27kg, styður penna, 4G, 16GB minni og OneLink+ tengikví ásamt hraðvirkum Skylake örgjörva. Sannkölluð Yoga á sterum.

 

 

Ein sú allra þynnsta á borðinu

Ef við hugsum um X1 Carbon og heimfærum þá tækni yfir á borðtölvu með innbyggðum skjá (AIO) þá kemur út ThinkCentre X1 AIO sem er ein þynnsta pc tölvan á markaðnum, aðeins 11,8mm. Skjárinn er 23,8” og  er hún gerð til þess að þola mikið ryk, 2kg af ryki í 8 klst sem jafngildir 10 ára notkun enda er X1 línan einstaklega harðgerð og MilSpec vottuð. Upplausnin er 1920x 1080 og er skjárinn með glampavörn að hætti Lenovo. Ef þú ert að leita að glæsilegri tölvu með Windows 10 stýrikerfi þá er X1 AIO besti valkosturinn.

 

Kraftaköggull með skjávarpa

Fyrir þá notendur sem vilja spjaldtölvur þá stendur Lenovo undir nafni en X1 spjaldtölvan kemur með frábærum tækninýjungum sem breyta notkun spjaldtölvunnar verulega. Fyrir utan að vera kraftmikil spjaldtölva með Core m7 örgjörva, 16GB og 1TB SSD þá er skjárinn 12” FHD+ (2160x1440) í vél sem vegur aðeins 800g. Rafhlaðan endist í 10 klst sem dugar flestum notendum geysivel. En þá er ekki allt upptalið því að ef nota þarf lyklaborð þá má smella alvöru Thinkpad lyklaborði undir X1 spjaldtölvuna, einnig má bæta við RealSense þrívíddarmyndavél og LED skjávarpa. Já skjávarpa sem varpar 60” mynd úr 2m fjarlægð. Þetta er því spjaldtölvan sem leysir allar þarfir notenda.

 

Lenovo (og ég) á CES tækniráðstefnunni í Las Vegas

Ég er staddur á tækniráðstefnunni CES í hinni helgu borg Las Vegas. Á CES 2016 má vænta þess að sjá allt það helsta í tækninýjungum sem koma munu fram á árinu og jafnvel á næstu árum. Síðustu ár hefur CES kynnt fjölmargar nýjungar til sögunnar og verður árið í ár ekkert síðra enda er nýtt tímabil nettengdra tækja að hefjast (Internet of Things).

Lenovo notar þennan viðburð til þess að kynna næstu línu af ThinkPad fartölvum með Intel Skylake örgjörvum og er útkoman sérlega spennandi lína af framsæknum hágæðabúnaði í anda hönnuða Lenovo.

Markmið Lenovo eru háleit en þeir vilja ná 30% markaðshlutdeild á næstu misserum sem er eingöngu mögulegt með ótrúlegum vörum, gæðum og hagstæðu verði. Vöruframboðið snýst fyrst og síðast um valkosti enda hafa notendur mismunandi þarfir og væntingar til tölvubúnaðar og vilja aukið val. Ný kynslóð vel menntaðra notenda eru tæknilega kröfuharðir enda hafa þeir alist upp við tækni allt sitt líf.  Þeir gera kröfur um gæði og áræðanleika ásamt því að búnaðurinn virki óaðfinnanlega frá upphafi.  Intel Skylake er svo örgjörvalína frá Intel sem styður þetta vel og markar ákveðin tímamót í orkunotkun og gerir framleiðendum kleyft að hanna þynnri og léttari vélbúnað en áður.

Við munum kynna tölvurnar betur þegar þær koma endanlega á markað en við ráð fyrir að þær komi til landsins í febrúar. Á meðan ætla ég að halda áfram að blogga og skella færslum á Lenovo á Íslandi.