Stjörnurnar frá Plantronics < Origo

 
 

Stjörnurnar frá Plantronics

11.09.2015

Plantronics var að setja á markaðinn nýtt frábært Bluetooth Stereo heyrnartól, BackBeat SENSE, sem hentar vel þeim sem vilja topp gæði og leggja mikið upp úr þægindum og góðum hljómi.

Plantronics BackBeat Línan:

BackBeat GO2  eru lítil og nett heyrnartól sem henta vel í göngutúrinn eða til þess að hlusta á tónlist í snjallsímanum eða spjaldtölvunni.

 

BackBeat FIT eru frábær heyrnartól í ræktina eða langhlaupin og detta ekki af þó vel sé tekið á því.

 

BackBeat SENSE tryggja frábær hljómgæði og eru þægileg á höfðinu.

 

BackBeat PRO eru með „Active Noice Cancelling“ tækni sem eyðir umhverfishávaða og henta vel á opnum vinnustöðum og eru frábær ferðafélagi í flugvélum. 

 

BackBeat SENSE er þráðlaust Bluetooth Stereo heyrnartól fyrir snjallsíma og spjaldtölvur og er að fá frábæra dóma fyrir gæði og notagildi.

CNET gefur BackBeat SENSE 4 stjörnur og Techradar 4 og ½ .

BackBeat SENSE er stútfullt af tækninýjungum sem gera alla notkun einfaldari og tryggja betri upplifun:

  • SmartSensor tækni sér um að stöðva tónlistina um leið og heyrnartólið er tekið af höfðinu
  • Endurhlaðanleg rafhlaðan endist 18 klst. í virkri hlustun, 21 dag í biðstöðu og 6 mánuði í „Deep Sleep“
  • 2 hljóðnemar og DSP tækni tryggja mjög góð talgæði í símtali, jafnvel við verstu aðstæður
  • MultiPoint tækni þýðir að hægt er að tengjast fleiri en einu tæki á sama tíma
  • Góð hönnun tryggir að heyrnartólin eru létt (140 gr.) og þægileg að bera ásamt því að eyrnarpúðar eru mjúkir og loka mjög vel fyrir umhverfishávaða.

BackBeat SENSE fáanlegt í hvítu og svörtu og þeim fylgir vönduð taska, USB hleðslutæki og 3.5mm tengisnúra (sjá myndir til hægri). 

BackBeat SENSE myndabækingur á ensku

BackBeat SENSE / BackBeat PRO samanburður

Allt um nýju Plantronics BackBeat línuna hér