Sérsniðin notendaupplifun eykur ánægju viðskiptavina

Fjölmargir vefir nýta sér hugbúnað sem greinir gögn í rauntíma um þá notendur sem heimsækja vefinn til að bjóða þeim upp á sérsniðna notendaupplifun (e. web personalisation). 

Hvað er sérsniðin notendaupplifun?

Sérsniðin notendaupplifun snýst um að birting á efni á fyrirfram ákveðnum svæðum á vef er stýrt í rauntíma eftir því hver er að skoða vefinn. Hægt er að stýra hvaða vörur, tilboð og auglýsingar eru sýndar en einnig fyrirsögnum, myndum og aðgerðum (e. call to action). 

Sem dæmi má nefna að fjöldi vefverslana nýta sér gögn um kaupsögu og kauphegðun viðskiptavina sinna til að geta sýnt þeim vörur sem þeir gætu haft áhuga á. 

Viðskiptavinir vilja sjá efni sem höfðar til þeirra

Í dag ætlast 63% viðskiptavina til þess að vefverslanir nýti sér upplýsingar um kaupsögu og kauphegðun til að bjóða upp á sérsniðna notendaupplifun.

Hvaða gögn er hægt að nota? 

Meðal þeirra gagna sem hægt er að vinna með fyrir sérsniðna notendaupplifun eru:

  1. Hvaða fólk er að nota vefinn?
  2. Hvaðan kom það á vefinn?
  3. Hvað er það að gera á vefnum?
  4. Hvað hefur það gert áður á vefnum?
  5. Er það skráð inn á vefinn?
  6. Hvaða tæki og vafra nota þau?

Talið er að árið 2020 muni hugbúnaður sem sérsníður notendaupplifun á vef auka hagnað vefverslana um allt að 15%.  

 

Sigurlaug Sturlaugsdóttir

Sigurlaug er sérfræðingur í vef- og markaðsmálum hjá Origo. Hún hefur starfað við vefmál frá árinu 2001, m.a. hjá TM Software, Íslandsbanka og Icelandair. Sigurlaug er með MA-gráðu í ensku frá Háskóla Íslands.

Sigurlaug bloggar um hinar ýmsu hliðar veflausna, en þar má nefna vefþróun, vefumsjón, efnisumsýslu, upplifun notenda (UX) og notendaviðmót (UI).