Sífellt fleiri konur sækja í störf hjá Origo < Origo

 
 

Sífellt fleiri konur sækja í störf hjá Origo

02.05.2019

Á sjötta hundrað umsókna bárust um sumarstörf hjá upplýsingatæknifyrirtækinu Origo í ár. Umsóknum, sem komu bæði frá háskóla- og tæknimenntuðu fólki, fjölgaði um 15%  milli ára.  Einnig er töluverð aukning í almennum umsóknum um störf hjá Origo það sem af er ári, samanborðið við árið í fyrra.

Umsóknir frá ungum konur fjölgar

 Eitt af lykilmarkmiðum Origo er að vera eftirsóttur vinnustaður og fjöldi umsókna um störf hjá fyrirtækinu gefur til kynna að við séum á réttri leið. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá að umsóknum frá ungum konum hefur fjölgað milli ára og hafa aldrei verið fleiri en nú. Við höfum sett okkur metnaðarfull markmið þegar kemur að því að jafna betur kynjahlutfallið hjá okkur, því við teljum að fjölbreyttur vinnustaður skili meiri ávinningi til eigenda, starfsfólks og ekki síst viðskiptavina.

Í vetur hefur Origo lagt sérstaka áherslu á að kynna fyrirtækið og starfsemi þess fyrir ungum konum með það að markmiðið að kynna þær betur fyrir störfum í tölvunar- og tæknigreinum.  

Hjá Origo starfa um 450 starfsmenn og er hlutverk fyrirtækisins að virkja hugvit starfsfólks til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina.