Eru kerfi og gögn á góðum stað? < Origo

 
 

Eru kerfi og gögn á góðum stað?

27.03.2020

Nú er mikilvægt að fyrirtæki og stofnanir hugi að því hvort innviðir og gögn séu hýst á öruggum stað og að aðgengi að þeim sé tryggt öllum stundum. Reynt hefur töluvert á þennan hluta nú því fjölmargar starfsstéttir vinna orðið að heiman og þær gera ráð fyrir að geta tengst kerfum og unnið með gögn á hnökralausan hátt.

Origo hefur markvisst unnið að uppbyggingu á hýsingarumhverfi sínu meðal annars til þess að tryggja landfæðilegan aðskilnað upplýsingakerfa. Um er að ræða mikinn ávinning fyrir fyrirtæki og stofnanir. Viðskiptavinir geta valið um að tryggja og dreifa mikilvægustu inniviðum sínum og gögnum á þremur staðsetningum; í Reykjavík, á Reykjanesi og á Blönduósi. Þannig geta þeir dreift áhættu, tryggt betri uppitíma, komið í veg fyrir gagnatap og nálgast þau ef til áfalla kemur.

Þess vegna skiptir viðlagaáætlun máli

Við bjóðum ennfremur viðlagaáætlun (Disaster Recovery) og afritun gagna í gagnaveri á Blönduósi. Viðlagaáætlun virkar með þeim hætti að ef kerfi á öðrum stöðum liggja niðri vegna áfalla er hægt að ræsa þau upp á öðrum stað öruggum hætti. Þessi nálgun tryggir aukið rekstraröryggi og veitir viðskiptavinum hugarró að vita að kerfi og gögn eru hýst á öruggum stað.

Lausnir fyrir fjölskýjaumhverfi

Viðskiptavinir okkar eru ólíkir og þarfirnar eftir því. Sumir vilja þjónustu allan sólarhringinn en aðrir minna. Þó er ein leið sem við sjáum mikinn vöxt í. Það er rekstur á fjölskýjaumhverfi (Multi cloud). Mörg fyrirtæki nýta sér þjónustu margra skýjalausna og við finnum fyrir auknum þunga í lausnum á því sviði. Origo er samstarfsaðili allra helstu skýjaveita heimsins; Microsoft, Google, IBM og Amazon, og rekur auk þess eigið ský, Aurora Cloud, sem veitir viðskiptavinum aðgang að netþjónum í traustu og sveigjanlegu umhverfi.

Við tryggjum umsýslu og stjórnun á skýjum fyrir viðskiptavini okkar sama hvar þeir eru í heiminum og viljum meina að við náum þannig að tryggja viðskiptavinum okkar aukið hagræði hvort sem það er í tíma eða fjármunum. Fyrirtækin þurfa þá ekki að reka skýin sjálf og hafa aðgang að öflugu kerfi sérfræðinga Origo sem vakta þau og tryggja að kerfin og gögnin séu örugg.


Af hverju að útvista tölvurekstrinum til Origo?

Upplifðu frelsi og segðu bless við gömlu netþjónana, sérstök hugbúnaðarleyfi, kostnað við vélbúnað og áhyggjur af öryggi. Komdu inn í framtíðina með okkur í skýinu þar sem við sjáum um hýsingu og rekstur tölvukerfa fyrir þig. Við lofum framúrskarandi þjónustu.