Skjár eða sjónvarp? < Origo

 
 

Skjár eða sjónvarp?

31.03.2014

Þegar kaupa á skjá fyrir fundarherbergi eða fyrir auglýsinga- og upplýsingakerfi velta margir fyrir sér hvort eigi að kaupa skjá eða sjónvarp. 

Lægstu verðin má oftast finna í hefðbundnum sjónvarpstækjum en hvað varðar notkunargildi þá eru  skjáir sem eru sérhannaðir fyrir þessa notkun betri valkostur og oft ódýrari þegar til lengri tíma er litið.

Flest öll sjónvörp og skjáir í dag nota svokallaða LCD tækni. Tilvísanir í LED tækni í auglýsingum vísa til tækninnar sem notuð er til baklýsingar aftan við LCD myndflötinn en með LED baklýsingu í stað eldri CCFL tækni næst töluvert minni orkunotkun, þynnri og léttari tæki.

Við bjóðum upp á skjái frá NEC af mörgum stærðum og gerðum fyrir auglýsinga og upplýsingakerfi og leggjum við áherslu á að nota skjái sem eru hannaðir fyrir slíka notkun í stað þess að nota sjónvörp sem ætluð eru til heimilisnotkunar.

Hér að neðan eru nokkrar ástæður fyrir því að velja skjái sem ætlaðir eru fyrir upplýsinga- og auglýsingakerfi:

Notkunartími

LCD myndfletir í skjái og sjónvörp eru framleiddir í mismunandi gæðaflokkum.

Mikilvægt er að velja réttan skjá fyrir þá notkun sem fyrirhuguð er. Skjáir eru fáanlegir bæði fyrir 16 eða 24 tíma notkun, 7 daga vikunnar ( 16/7 eða 24/7 ) en hefðbundin sjónvörp eru flest miðuð við 8 tíma notkun á dag og styttist líftími þeirra ört ef notkun er umfram það.

Ending

Til að hámarka endingu er góður kostur að hafa innbyggða tímastillingu í skjánum, en gleymst getur að slökkva á tækjum eftir lokun eða þegar engin þörf er á að hafa skjáinn í gangi. NEC skjái má tímastilla eftir klukku og vikudögum þannig að þeir kveikja og slökkva á sér sjálfkrafa.

Hiti hefur mjög mikil áhrif á endingu LCD tækja og hafa NEC skjáir miklar varnir við ofhitnun.

NEC notar eingöngu hágæða íhluti í sína skjái sem tryggir að allir hlutar tækisins s.s. spennugjafar ofl. lifi út ætlaðan líftíma skjásins.

Hér fyrir neðan má sjá töflu um endingu sem hafa má til hliðsjónar.

Við afhendingu er upphafsbirta NEC 24/7 skjáa keyrð niður í ca. 500 cd/m2 sem gefur enn betri endingu en taflan sýnir.

Oft eru 24/7 skjáir valdir í verkefni þar sem notkun er undir 16/7 þrátt fyrir meiri kostnað í upphafi. Það skilar sér í lengri endingu og minni kostnaði til lengri tíma.

Ábyrgð

Í skilmálum margra fyrirtækja er kveðið á um að ábyrgð á búnaði keyptum til atvinnureksturs sé 1 ár nema annað sé tekið fram. Sumir framleiðendur bjóða þó lengri ábyrgð hvort sem er til einstaklinga eða fyrirtækja. Við bjóðum NEC skjái með 3 ára ábyrgð og sendir NEC samskonar útskiptiskjá ef bilun kemur upp á ábyrgðatíma. Skjáir frá NEC hafa mjög lága bilanatíðni og hafa verið valdir af 8 af hverjum 10 flugvöllum í heiminum.

Glampafrítt gler

Mikilvægt er að velja skjái með glampafríu gleri til að lágmarka truflun frá gluggum og ljósum. Þannig munu þær upplýsingar og myndefni sem búið er að hafa fyrir að framleiða njóta sín og komast sem best til skila. NEC skjáir af V, P og X gerð hafa glampafrítt gler.

Litir og skerpa

Algengt er að sjónvörp sýni mjög ýkta liti ( oversaturated ) og því ólíklegt að það efni sem búið er að hanna, t.d. af auglýsingastofu, líti eins út á sjónvarpi og til stóð. „Sharpness“ eða skerpa er einnig oft yfirkeyrð í sjónvörpum. Í raun hefur þetta ekkert með skerpu eða smáatriði í mynd að gera heldur „effect“ sem gat betrumbætt myndgæði í eldri „analog“ tækni (Video, S-video, componenet ) en nú á tímum stafrænna merkja gerir þetta illt verra og myndefnið verður óraunverulegra.

NEC skjáir koma stilltir þannig að þeir sýni sem eðlilegasta mynd og þá má einnig fínstilla fyrir ákveðna notkun eða skjákort.

Útlit

Þegar margir skjáir eru notaðir í sama rými og mynda t.d. eina heild eða innréttingar hafa verið smíðaðar með hliðsjón af stærð og útliti tækja er mikilvægt að hafa aðgang að samskonar tækjum í viðunnandi tíma. Útlit sjónvarpstækja flestra framleiðanda breytist oft árlega og ólíklegt er að fá megi tæki með sama útlit ef eitt bilar.

Einnig er kostur að útlit sé einfalt, rammi ekki glansandi, jafn breiður allan hringinn og vörumerki lítið áberandi. NEC leggur áherslu á að útlit tækja breytist ekki milli árgerða og ef einn skjár skemmist eftir nokkur ár er hægt að skipta honum út fyrir samskonar skjá.  

Uppstilling

Það getur verið áhugaverður valkostur að hafa skjá í lóðréttri stöðu eða „portrait“ og gefur það skemmtilega möguleika í framsetningu efnis. Þá verður að hafa í huga að skjárinn sé hannaður til að vera í lóðréttri stöðu hvað loftflæði og losun hita frá skjánum varðar. Allir NEC skjáir eru hannaðir til að vera bæði í lágréttri og lóðréttri stöðu

Tengimöguleikar

Hafa þarf í huga hvað á að tengja við skjáinn og hvaða tengimöguleika á að bjóða uppá í fundarherbergjum. Algengustu tengi á fartölvum í dag eru VGA tengi en fjölmargar fartölvur eru nú komnar með t.d. HDMI tengi eða DisplayPort.

Flest sjónvörp hafa eingöngu HDMI tengi auk eldri analog tengja en einnig eru sjónvörpin misgóð í að meðhöndla mismunandi upplausn frá tölvum og birta jafnvel ekki mynd ef upplausn er ekki rétt.

NEC skjáir hafa einnig til viðbótar OSP rauf (Open Pluggable Standard) fyrir ýmis konar aukabúnað s.s. innbyggðar tölvur. Í boði eru vélar af ýmsum gerðum m.a. ARM, Atom, Celeron, i3, i5 og i7.

Stýring

Í mörgum tilfellum tengjast skjáir stjórnkerfum ýmiskonar og er þá best að geta tengst þeim með RS-232 eða IP samskiptum. Getur þá stjórnkerfið sent t.d. skipanir um að kveikja eða slökkva á tækinu, skipta um inngang, stýrt efnissýningu ásamt fleiri möguleikum.  Sjónvörp hafa yfirleitt ekki þennan möguleika og þarf því að tengja innrauðan sendi við stjórnkerfi sem hermir eftir fjarstýringu. Þetta er þó ekki alltaf einfalt því mörg sjónvörp í dag eru tölvustýrð og taka langan tíma að ræsa ákveðna virkni og eru ekki alltaf tilbúin að taka við skipunum fyrr en að því loknu. Skjáir eins og NEC eru stýranlegir með bæði RS-232 og IP sem tryggir hnökralausa stýringu.

NEC skjáir eru nettengjanlegir og fáanlegur er frír hugbúnaður sem hægt er að nota til að fylgjast með ástandi og notkun allra skjáa ásamt því að fá tilkynningar ef hiti fer yfir viss mörk og margt fleira.