Skólatölvur sem má líka nota í sumarfríinu < Origo

 
 

Skólatölvur sem má líka nota í sumarfríinu

20.07.2015

Sumarið er að ná hápunkti að þýðir að flestir eru í sumarfríi eða sumarstarfi. Tölvur eru nauðsynlegar fyrir námið, en það er ekki verra að geta notað þær almennilega í fríinu líka. Við tókum saman smá örlista yfir þær tölvur sem virka vel bæði í skólanum og fríinu. 

Lenovo Yoga

Lenovo Yoga tölvurnar hafa fengið einróma lof gagnrýnenda og eru frábærar fyrir skólann. Þær eru nettar, öflugar og er auðveldlega hægt að breyta í spjaldtölvu eða standtölvu. Ef þú fílar handskrifaðar glósur betur en vélritaðar þá er Yoga algjörlega málið. Nýju Yoga 3 tölvurnar eru með leifturhröðum Intel Broadwell örgjörvum, kristaltærri Full HD eða QHD upplausn, 8 GB minni og öruggum SSD eða SSHD diskum. Þær eru þynnstu fartölvurnar í sínum flokki og eru því góðar fyrir bakið í skólatöskunni. Tölvurnar eru líka með Intel HD5500 skjákortum og keyra því tölvuleiki án vandræða. Með því að láta tölvuna standa er snilld að nota þær til þess að horfa á bíómyndir eða spjalla á Skype á ströndinni. Frábærar bæði í skólann og fríið! 

Nánar um Lenovo Yoga 3

Lenovo A7-30

Spjaldtölvur eru dæmi um tæki sem er fínt að nota í skólanum, en enn betra að hafa í fríinu. A7-30 er lítil og nett spjaldtölva sem vegur rétt um 270gr og er með 7” skjá. Tölvan keyrir á nýja Android 5.0 (Lollipop). Það er ekkert mál að nota spjaldtölvuna til þess að lesa PDF skjöl, skrifa niður glósur eða bara til þess að lesa teiknimyndasögur, hanga á Facebook og spila Angry Birds. A7-30 er með 8 GB plássi og er með SD-kortarauf sem þýðir að það er hægt að stækka plássið um allt að 32 GB.

Nánar um Lenovo A7-30

Motorola Moto G

Snjallsímar eru tæknilega séð líka tölvur! Moto G er hagkvæmur sími frá Motorola sem er alveg hægt að nota í skólanum (og fríinu). Síminn er með stórum 5” skjá og er því hægt að nota hann til þess að rúlla í gegnum glósurnar í strætó eða bara til þess að taka einn leik í viðbót af Candy Crush. Síminn er með hröðum fjögurra kjarna örgjörva, 1 GB í minni og 8 GB af plássi. Rétt eins og A7-30 þá er hægt að skutla SD korti í símann til þess að stækka plássið í 32 GB, nóg pláss fyrir glósur og bíómyndir! 

Nánar um Moto G