Snilldar viðverulausn fyrir Skype og Lync < Origo

 
 

Snilldar viðverulausn fyrir Skype og Lync

12.02.2016

Viðveruljós og bjalla fyrir Lync/S4B tölvusíma

Þegar fyrirtæki eru að taka í notkun Skype for Business eða Lync tölvusíma kemur oft upp vandamál. Það eru ekki allar tölvur með innbyggða hátalara eða það getur verið slökkt á hátalaranum og þá heyrist engin hringing frá tölvusímanum.

Á þessu er nú til einföld og góð lausn, sem felst í því að tengt er viðveruljós með innbyggðum hringjara við tölvuna.  Hátalarinn í Kuando Busylight ljósinu hringir þegar S4B/Lync tölvusíminn hringir en spilar ekki nein önnur hljóð frá tölvunni.

Kuando Busylight sýnir einnig viðveru upplýsingar frá S4B/Lync, ljósið logar rautt þegar notandinn er í símanum eða upptekinn á fundi (Busy), blátt fyrir Ónáðið ekki ()Do Not Disturb) og gult fyrir ekki við (Away).

Kuando Busylight UC fyrir Lync er fáanlegt í 2 útfærslum:

Kuando Alpha er ætlað til festingar á skjái eða fartölvur

Kuando Omega er ætlað til festingar á skilrúm eða veggi.

Smelltu hér til að skoða Kuando Busylight í Netverslun