Sony hlýtur 6 Eisa verðlaun 2015-2016 < Origo

 
 

Sony hlýtur 6 Eisa verðlaun 2015-2016

31.08.2015

Enn á ný  hlýtur Sony fjölda viðurkenninga frá EISA sem eru stærstu  samtök gagnrýnenda á sínu sviði í Evrópu. Hér fyrir neðan er listi yfir þær Sony vörur sem hlutu þessi eftirsóttu verðlaun í ár, ásamt úrdrætti úr umsögn dómnefndar

European Design TV 2015-2016: Sony KD-65X9005C

European Soundbase 2015-2016: Sony HT-XT3

European Professional Compact System Camera: Sony α7 II

European Travel Compact Camera: Sony Cyber-shot DSC-HX90/V

European Compact System Lens: Sony FE 90mm F2.8 Macro G OSS

European Multimedia Smartphone: Sony Xperia™ Z

 

Besta hannaða sjónvarp ársins 2015-2016: Sony KD-65X9005C

Það er ekki oft sem maður hugsar „vá“ þegar maður sér sjónvarp sem er ekki einusinni búið að kveikja á en X9005C sjónvarpið frá Sony er einfaldlega stórkostleg hönnun. Þetta stórkostlega sjónvarp er aðeins 4.9mm þar sem það er þynnst og ef það á að fara uppá vegg fylgir festing sem tryggir að tækið er eins nálægt og möguleiki er á. Tækið er ekki einungis glæsilegt heldur er það útbúið með besta myndvinnslubúnaði sem völ er á ásamt hinni margverðlaunaðu Triluminos skjátækni í 4K Ultra HD upplausn. Tækið er útbúið með Android stýrikerfi sem býður uppá mikla möguleika í notkun á smáforritum og móttöku efnis frá snjalltækjum.

 

Compact System myndavél til atvinnunota: α7 II

A7II er full frame speglalaus myndavél í atvinnumannagæðum sem býður uppá stórkostlega möguleika þrátt fyrir smæð. Vélin er með 24.3 mp full frame myndflögu sem er einstaklega ljósnæm og búin frábærri litasvörun. Fókus kerfið er hraðvirkt og vélin er síðan útbúin einstakri 5 þáttahristivörn sem gerir hana einstaka í sinni röð.

   

Soundbase ársins 2015-2016: Sony HT-XT3

Sony HT‐XT3 býður uppá framúrskarandi hljómgæði mikla tengimöguleika og fallega hönnun sem passar skjástærðum uppað 65“. Hágæða hátalarar úr glertrefjum ásamt tveimur bassahátölurum sem vísa niður á við.  HT-XT3 er frábær hljóðlausn sem býður uppá hágæða hljómgæði á aðlaðandi verði.

   

Ferðamyndavél ársins: Sony Cyber-shot DSC-HX90/V

Sony Cyber‐shot DSC-HX90/V er heimsins minnsta myndavél með 30x aðdráttarlinsu og innbyggðum leitara. (Viewfinder) ZEISS Vario‐Sonnar T* 24-720mm linsan er fullkomin við nánast hvaða aðstæður sem og er einstaklega vönduð eins og gera má ráð fyrir hjá Zeiss. Vélin er einnig útbúin með frábærum rafstýrðum viewfinder , Full HD videotöku og GPS sem gerir hana að hinum fullkomna ferðafélaga.

   

CSC linsa ársins: Sony FE 90mm F2.8 Macro G OSS

Sony FE 90mm F2.8 Macro G OSS er líklega besta linsan í sínum flokki m.t.t. gæða sem komu fram í prófunum hjá EISA. Hún er einstaklega skörp á öllu sjónsviðinu og bjögun er í algjöru lágmarki. Fókus kerfið er einstaklega mjúkt og hljóðlátt og smíðin á linsunni er til fyrirmyndar. Þetta er linsa í hæsta gæðaflokki.

   

Margmiðlunarsími ársins : Sony Xperia™ Z3+

Sony Xperia Z3+ býður uppá einstaka blöndu af glæsilegri hönnun, afkasta og styrkleika. Síminn sem er aðeins 6.9mm á þykkt er bæði vatns og rykvarinn og útbúinn með frábærri myndavél og getur tekið 4K videotöku. Að auki býður síminn uppá eina bestu rafhlöðuendingu sem völ er á.