Origo hefur sparað yfir 100 mlljónum króna og 10 þúsund vinnustun < Origo

 
 

Áætla tugmilljóna sparnað með sjálfvirkum aðstoðarmönnum

11.09.2019

Origo hefur tekið í notkun stafræna aðstoðarmenn (e. Digital assistants) og sjálfvirknivætt valda ferla í rekstrinum með því að innleiða RPA hugbúnað (e. Robotic Process Automation). Þessi nýja lausn hentar fyrir einföld sem flókin verkefni þar sem áhersla er lögð á sjálfvirkni, hraða, öryggi, aukna starfsánægju og hækkandi þjónustustig.

Samkvæmt stefnu okkar erum við stöðugt að leita leiða til að gera betur og einn liður í því er að gera reksturinn skilvirkari og nýta betur þær auðlindir sem við höfum yfir að ráða.

Origo hóf í vor samstarf með Automation Anywhere en fyrirtækið er í fremstu röð á sviði sjálfvirknivæðingar og snjallþjarka í heiminum í dag. Þjarkarnir okkar eru því annaðhvort forritaðir eða snjallir þ.e. búnir gervigreind sem geta leyst af hólmi hefðbundin og síendurtekin störf. Starfsfólk getur nýtt þann dýrmæta tíma í að sinna virðisaukandi verkefnum í staðinn. Það fær meira rými til að sinna umbótaverkefnum, sækja fram og auka þjónustugetuna. Þessi nýja lausn skapar virði fyrir okkur, viðskiptavini okkar sem og viðskiptavini þeirra fyrirtækja sem við þjónustum.

Við erum nýbúin að hleypa af stokkunum þessari þjónustu fyrir okkar viðskiptavini og erum búin að setja saman frábært teymi af forriturum, kerfisfræðingum, ferlagreinendum og gervigreindarsérfræðingum og erum að upplifa mikla eftirspurn. Sérstaða okkar er að virðisgreina og straumlínulaga ferlana áður en þeir fara í sjálfvirknivæðingu og sjáum svo um  reksturinn á kerfinu fyrir okkar viðskiptavini.

Við erum sjálf nú þegar búin að finna leiðir til að spara okkur tugþúsunda vinnustundir á ársgrundvelli og erum bara rétt að byrja. Þetta reiknast ýmist beint inn í EBIDT-una eða hækkar þjónustustigið þannig að við getum áfram sinnt okkar hlutverki sem leiðandi þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni.