Þjónustuvefurinn býður þjónustu allan sólarhringinn < Origo

 
 

Þjónustuvefurinn býður þjónustu allan sólarhringinn

12.01.2015

Þjónustuútfærsla komandi ára mun væntanlega fylgja þeirri reglu að ef hægt er veita þjónustuna á Netinu, verður það gert. Þjónustuvefir og rafræn samskipti hafa aukist til muna. Þegar fram líða stundir, getum við átt von á að margt verði aðeins aðgengilegt á Netinu. Vilt þú þjónusta viðskiptavini þína betur? Hér eru nokkur atriði sem gott er að hafa í huga þegar setja skal upp þjónustuvef.

1. Fólk velur þjónustu sem hentar

Þjónustuvefir gefa fyrirtækjum og viðskiptavinum þeirra fjölbreyttari og fljótlegri leiðir til að ganga frá sínum málum. Þjónustuvefir eru opnir allan sólarhringinn og allir eru fremstir í röðinni. Fólk getur notfært sér þjónustuna þegar því hentar. Fyrirtæki sem tileinka sér að bjóða notendamiðaða þjónustu á Netinu munu hafa betur.

Þjónustuvefir eru ekki einungis mikilvægir einkaaðilum heldur hefur það sýnt sig að almenningur kann að meta aðgengi að þjónustuvefjum ríkisstofnanna. Fólk kann að meta það þegar því stendur til boða að afgreiða sig sjálft. Þegar valið stendur milli langrar biðar í síma eða redda sér sjálfur, veljum við flest að redda málunum sjálf. Gefur þú viðskiptavini þínum tækifæri til að þjónusta sig sjálfur?

2. Þjónusta sem hentar þínum viðskiptavinum

Mikilvægt er að kanna hverju viðskiptavinir þínir eru að leita eftir og hvernig þú getur komið til móts við þá með betri þjónustu og aðgengilegum lausnum sem henta þeim. Þjónustustigið sem viðskiptavinir eiga von á hefur því hækkað verulega undanfarin ár.

Fyrirtæki eða opinberar stofnanir ýmist bæta sig eða dragast aftur úr. Þumalputtareglan er sú að ef þú veist ekki hvaða þjónusta hentar þínum viðskiptavinum, þá mun fyrirtækið þitt eða stofnun dragast aftur úr.

Áður en ráðist er í smíði þjónustuvefs eða uppfærslu hans, skaltu ráðfæra þig við viðskiptavini þína og raunverulega notendur þjónustunnar. Það tryggir réttar áherslur og að þróunarkrafturinn renni í réttan farveg. Brautryðjendur í innleiðingu þjónustuvefja leggja sig fram um að skilja hvað viðskiptavinir þeirra vilja og þeim tekst að víkka út þjónustuframboðið og breikka viðskiptahóp sinn.

3. Vertu til taks á öllum tækjum

Þjónustuvefir eru svar við aukinni notkun almennings á vefmiðlum og bjóða þeir fólki upp á hraðari og skilvirkari þjónustu þar sem notandinn getur afgreitt sig sjálfur. Það er til hagræðingar fyrir alla aðila þar sem biðtími eftir upplýsingum og þjónustu styttist.

Nýjustu útfærslur þjónustuvefja frá okkur eru skalanlegir vefir og því aðgengilegir í öllum tækjum, snjöllum og minna snjöllum. Skalanleiki vefja er mikilvægur því notendur vilja nálgast upplýsingar þínar og þjónustu í öllum tækjum, hvort sem það er snjallsíminn eða borðtölvan.

4. Framtíð þjónustuvefja

Flestir hafa nú þegar vanist hugmyndinni um þjónustu á vefnum og gefur það fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að bjóða flóknari, verðmætari og samþættari þjónustu í gegnum Netið eða snjallforrit á þeim tækjum sem viðskiptavinurinn notar.