Þriðja kynslóð X1 Carbon slær í gegn < Origo

 
 

Þriðja kynslóð X1 Carbon slær í gegn

07.01.2015

Björn G. Birgisson, vörustjóri PC búnaðar, er á CES tæknisýningunni í Las Vegas og mun flytja fréttir af því helsta sem Lenovo er að kynna þessa daganna.

Í framhaldi af nýrri örgjörvalínu frá Intel sem kallast Broadwell eru tölvuframleiðendur að kynna nýjar vélar sem innihalda þessa spennandi örgjörva. Breytingarnar verða fyrst og fremst innvortis en þó verða nokkrar áhugaverðar útlitsbreytingar sem ThinkPad unnendur munu taka fagnandi. Fyrst ber að nefna að Trackpoint pinnamúsin hefur aftur fengið alvöru hnappa og gerir aftur tilkall til þess að vera titluð besta fartölvumúsin á markaðnum eftir stutt hlé.             

Af öðrum ThinkPad vélum ólöstuðum ber fyrst að kynna 3. Kynslóð af X1 Carbon sem er einfaldlega flottasta fartölvan á markaðnum enda úr besta koltrefjaefni sem fæst. Hún vegur aðeins 1,3kg en er samt með 14“ skjá, möguleika á tengikví og gríðarlega afkastamikil.

Helstu útlitsbreytingar á X1 er nýja músin ásamt því að lyklaborðið hefur fengið yfirhalningu. Örgjörvarnir verða allt að Core i7 5600U og skjágerðir verða nú 2560x1440 eða 1920x1080 í stað 1600x900 áður. Ein áhugaverðasta nýjungin er þó ofurhraður SSD diskur með 4. kynslóðar PCI-e tengi sem er mun hraðvirkari en hefðbundnir SSD diskar. Rafhlöðuendingin eykst þrátt fyrir aukin afköst og verður tæpar 11 klst. Það er því óhætt að segja að þarna sé á ferðinni alveg einstök fartölva sem við hlökkum til að fá í lok janúar.

Þess ber að geta að það verða ekki breytingar á spennugjöfum eða tengikvíum enda er það mikilvægt að verja fjárfestingu viðskiptavina í slíkum búnaði.

En það er margt fleira að koma í ThinkPad.... en meira um það síðar :)