TIPA verðlaunar Canon myndavélar og linsur < Origo

 
 

TIPA verðlaunar Canon myndavélar og linsur

04.05.2015

Canon hlaut á dögunum fern TIPA verðlaun þar sem Canon EOS 7D Mark II var m.a. valin Best DSLR Expert myndavélin.  Technical Image Press Association (TIPA) eru leiðandi samtök í heiminum á sviði ljósmyndunnar og fjölmiðla og veita á hverju ári TIPA verðlaun fyrir framúrskarandi myndbúnað sem hefur komið á markað síðustu 12 mánuði.

Best DSLR Expert: Canon EOS 7D Mark II

Búin eiginleikum sem höfða til ljósmyndara sem vita hvað DSLR myndavél getur skilað. 20.2MP APS-C CMOS myndflaga í veður- og rykþolnu magnesíum húsi ásamt tveimur DIGIC 6 örgjörvum. Canon EOS 7D Mark II tekur 10 ramma á sekúndu, er með 65 punkta fókuskerfi (allt kross-punktar) og 100% sjónglugga. Þá er hún með spennandi eiginleikum á borð við HDR og multi-exposure stillingum sem og eiginleikum fyrir langan lýsingartíma. EOS 7D Mark II er með kortaraufar fyrir bæði SD og CF minniskort. Þá tekur hún Full HD vídeó þar sem Dual Pixel CMOS AF og steríó hljóðnemi ásamt innbyggðu tengi fyrir heyrnartól gera vídeóeiginleikann einn betri.

Best Expert DSLR Zoom Lens: Canon 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM

Hönnuð fyrir full frame myndavélar en hentar afar vel fyrir APS-C DSLR notendur sem vilja fá enn meiri aðdrátt. Canon EF 100-400mm f/4.5-5.6L IS II USM linsan er með fjögurra stoppa hristivörn og nánast hljóðlausum AF mótor (USM). Linsan er byggð úr 21 glerjum, m.a. Fluorite og Super UD glerjum til að draga úr draugum og glömpum. Níu blaða hringlaga ljósop skilar mjúku og mögnuðu ,,bokeh“.

Best Professional DSLR Lens: Canon EF 11-24mm f/4L USM

Með aðeins 28cm sem minnstu fókusfjarlægð skilar Canon EF 11-24mm f/4L USM linsan lítið bjöguðum ljósmyndum í gegnum alla brennivíddina. Er byggð úr 16 glerjum og ný hönnun með fjórum aspherical glerjum til að draga úr bjögun. Linsan er einnig búin Super UD og UD glerjum sem draga verulega úr krómatískri skekkju ásamt Canon SWC klæðningum til að draga úr blossum og draugum. Er vel varin fyrir ryki og vatni og býður upp á yfirtöku á handvirkum fókus, líka í AF stillingu.

Best Easy Compact Camera: Canon IXUS 160/165/170

Í þessum flokki myndavéla hefur Canon gert það sem myndavélasíma skortir; mikill optískur aðdráttur og frábær myndgæði.  Tökum sem dæmi Canon IXUS 165 sem er ótrúlega nett myndavél (aðeins 22.1mm þykk) með miklum optískum aðdrætti; 8X (jafngildir 28 – 224 mm).  IXUS 165 er búin 20MP myndflögu og hristivörn í linsu ásamt því að vera með 720p HD vídeó. Notendur geta svo treyst á Smart Auto stillingu sem velur á sjálfvirkan hátt bestu stillinguna fyrir hvert viðfangsefni.