TM Software safnar áheitum í jólapeysum < Origo

 
 

TM Software safnar áheitum í jólapeysum

10.12.2014

Síðastliðinn föstudag tók starfsfólk TM Software sig til og jólaði yfir sig í tilefni áheitasöfnunar Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Starfsfólk TM Software lét ekki sitt eftir liggja, skellti sér í jólapeysur og stofnaði lið á jolapeysan.is. TM Software ætlar síðan heita á liðið í stað þess að póstleggja jólakort og styrkja þar með forvarnaverkefni Barnaheilla.

Líkt og meðfylgjandi myndin sýnir, var mikil jólapeysugleði í hópnum og fólk ánægt með jólapeysuþema dagsins og stolt af því að taka þátt í þróun áheitavefs Barnaheilla og annarra góðgerðafélaga.

140 milljónir í áheit árið 2014

Áheitavefir þróaðir af TM Software hafa safnað 137.647.171 það sem af er ári en tvö stór verkefni eru enn í gangi, Geðveik jól og Jólapeysan. Við gerum því fastlega ráð fyrir að fyrir lok árs 2014 muni heildarupphæð áheita liggja öðru hvoru megin 140 milljónanna. Allir áheitavefirnir voru settir upp í sérþróuðu vefumsjónarkerfi TM Software, WebMaster.

TM Software tók þátt í ófáum verkefnunum í ár, bæði sem þátttakendur og hugbúnaðarsérfræðingar. Skemmtilegt er að segja frá að áheitasafnanir Wow Cyclothon og Reykjavíkurmaraþonsins slógu áheitamet fyrri ára og nú tökum við höndum saman til að slík verði raunin fyrir Geðveik jól og Jólapeysuna.

TM Software hvetur öll fyrirtæki og einstaklinga til að skella sér í jólapeysu og safna styrkjum eða fara inn á jolapeysa.is og gedveikjol.is, leggja þannig góðum málefnum lið.

TM Software óskar öllum góðgerðarfélögunum góðs gengis á nýju ári og þakkar gott samstarf á líðandi ári.