Auðvelt að streyma tónlist < Origo

 
 

Auðvelt að streyma tónlist

27.11.2014

Það hefur aldrei verið auðveldara að nálgast hvaða lag sem er, sérstaklega með tilkomu Spotify. Fyrir þá sem ekki vita er Spotify streymiþjónusta þar sem hægt er að streyma milljónir laga allsstaðar að úr heiminum í tölvu eða snjalltæki. 

Vandamálið sem flestir upplifa þessa dagana er hins vegar ekki hvernig á að nálgast tónlist, heldur hvernig á að spila hana á sem þægilegastan hátt. Þrátt fyrir að símar, spjaldtölvur og fartölvur eru alltaf að verða betri þá eru þau tæki ekki hönnuð fyrir afspilun tónlistar. 

Úr símanum í græjurnar

Það eru nokkrar leiðir í boði, en sú sem er einna þægilegust er að vera með bluetooth hátalara. Með slíkum hátölurum er auðvelt að streyma tónlist þráðlaust úr fartölvum, snjallsímum og spjaldtölvum. Það eina sem þarf að gera er að kveikja á bluetooth og para tækin saman. Sumir hátalarar eins og Sony SRS X3 bjóða meira að segja upp á sjálfvirka pörun með NFC (snertu snjallsímann að hátalaranum og tækin parast sjálfkrafa saman). Hátalaranir eru nettir og með innbyggðu batteríi, þannig að það er hægt að færa þá auðveldlega á milli herbergja.

Það eru vissulega mun fleiri tegundir af þjónustu en Spotify í boði til þess að spila tónlist, en ástæðan fyrir því að við minnumst sérstaklega á hana hér er út af einum sérstökum eiginleika: Spotify Connect.

Stjórnaðu Spotify með símanum

Með Spotify Connect getur þú stjórnað tónlistinni sem spilast í Spotify úr öðrum tækjum. Hljómar það flókið? Setjum þetta upp sem dæmi: Þú ert með tölvuna eða spjaldtölvuna tengda við hátalarann og ert í öðru herbergi að sinna jólahreingerningunni. Allt í einu kemur færeyska jólalagið með Geir Ólafs upp í jólalaga-playlistanum hans Gunna og þú nennir ómögulega að hlusta á það. Þú tekur bara upp símann og ef þú ert með Spotify appið uppsett þá sérðu sjálfkrafa það lag sem er að spilast og getur smellt á takka til að skipta um lag. 

Það þarf vart að nefna hversu þægilegt þetta getur verið í partýum, matarboðum, rómantískum stefnumótum eða barnaafmælum. Ef þig langar að upplifa þessa tækni en átt ekki tækin þá býður Nýherji upp á aragrúa af góðum bluetooth hátölurum (t.d. Sony SRS X3 eða Bose Soundlink Colour) og spjaldtölvur frá Lenovo (t.d. Lenovo Yoga og Lenovo IdeaTab A7).