Úrslit í Canon ljósmyndamaraþoni 2016 < Origo

 
 

Úrslit í Canon ljósmyndamaraþoni 2016

10.06.2016

Dómnefnd í Canon ljósmyndamaraþoni sem haldið var 4. júní sl. valdi myndaröð Sævars Steins Guðmundssonar þá bestu í maraþoninu og hlaut hann í verðlaun Canon EOS 1300D myndavél með EF-S 18-55mm linsu.  Sævar tók myndaröðina á Canon EOS 1100D. Verðlaun voru afhent í hádeginu í dag í Verslun Nýherja.

Í flokknum Landslag í borg var mynd Þorgeirs Pálssonar valin sú besta og hlaut hann í verðlaun Canon IXUS 285 HS myndavél og tvo miða í The Color Run.  Myndina tók Þorgeir á Canon EOS 70D.

Í flokknum Tækni var mynd Ólafs Andra Magnússonar valin sú besta og hlaut hann í verðlaun Canon IXUS 285 HS myndavél og tvo miða í The Color Run.  Myndina tók Ólafur á Canon EOS 5D Mark III.

Í flokknum Ferðamaður á Íslandi var mynd Darra Ásbjörnssonar valin sú besta og hlaut hann í verðlaun Canon IXUS 285 HS myndavél og tvo miða í The Color Run.  Myndina tók Darri á Olympus myndavél.

Dómnefnd skipuðu Aldís Pálsdóttir, ljósmyndari og deildarstjóri ljósmyndadeildar Birtíngs útgáfufélags, og Árni Sæberg, ljósmyndari á Morgunblaðinu, ásamt undirrituðum.

Við hjá Nýherja þökkum öllum þátttakendum kærlega fyrir þátttökuna og miðað við viðbrögðin og stemninguna sl. laugardag sjáumst við að ári í Canon ljósmyndamaraþoni!

Myndin efst frá verðlaunaafhendingu.

Fv. Darri Ásbjörnsson, Sævar Steinn Guðmundsson og Þorgeir Pálsson í Verslun Nýherja sem er svo sannarlega komin í EM stemningu. Ólafur Andri Magnússon gat ekki verið viðstaddur.

Myndina tók Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari og söluráðgjafi í Verslun Nýherja.