Úrslit í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon & Nýherja < Origo

 
 

Úrslit í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon & Nýherja

28.08.2014

Dómnefnd hefur valið bestu myndirnar í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja en keppt var í tveimur flokkum, annars vegar "Bræðslumyndin 2014" og hins vegar "Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2014". Alls voru rúmlega 260 ljósmyndir sendar í þessa fyrstu ljósmyndasamkeppni sem haldin er í tengslum við Bræðsluna.

Í flokknum Bræðslumyndin 2014 sigraði Guðný Elísabet Óladóttir og hlaut hún í verðlaun Canon LEGRIA mini X tökuvél.

Í öðru sæti varð Kormákur Máni Hafsteinsson og hlaut hann tvo miða á Bræðsluna 2015.

Í þriðja sæti varð Hafþór Helgason og hlaut hann í verðlaun Canon SELPHY CP910 ljósmyndaprentara.

Í flokknum Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2014 bar Björg Alfreðsdóttir sigur úr býtum og hlaut hún í verðlaun Canon PowerShot SX700 HS myndavél.

Í öðru sæti varð Birgir Marteinsson og hlaut hann tvo miða á Bræðsluna 2015.

Í þriðja sæti varð Alexander Guðmundsson og hlaut hann í verðlaun gistingu og morgunverð fyrir tvo á Hótel Álfheimum á Borgarfriði eystri.

Bræðslan, Canon og Nýherja þakkar þeim sem tóku þátt innilega fyrir þátttökuna.

Dómnefnd skipuðu Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, áhugaljósmyndari og tónlistarmaður sem fulltrúi Bræðslunnar og Bernhard Kristinn, ljósmyndari, ásamt undirrituðum.

Mynd til hægri: Verðlaunahafar og fulltrúar þeirra taka við verðlaunum í Verslun Nýherja í dag. Myndina tók Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari og söluráðgjafi í Verslun Nýherja.

Fv. Guðný Elísabet Óladóttir, Björg Alfreðsdóttir, Eyrún Hrefna Helgadóttir sem tók við verðlaunum Hafþórs, Ottó Freyr Jóhannsson sem tók við verðlaunum Kormáks Mána og Alexander Guðmundsson.  Birgir Marteinsson gat því miður ekki verið viðstaddur.

Bræðslumyndin 2014

1. sæti
Guðný Elísabet Óladóttir

Guðný Elísabet Óladóttir

 

2. sæti
Kormákur Máni Hafsteinsson

Kormákur Máni Hafsteinsson

 

3. sæti
Hafþór Helgason

Hafþór Helgason

Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2014

1. sæti
Björg Alfreðsdóttir

Björg Alfreðsdóttir

2. sæti
Birgir Marteinsson

Birgir Marteinsson

3. sæti
Alexander Guðmundsson

Alexander Guðmundsson