Úrslit í ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar og Canon < Origo

 
 

Úrslit í ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar og Canon

13.09.2016

Dómnefnd hefur valið bestu myndirnar í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja en keppt var í tveimur flokkum, annars vegar "Bræðslumyndin 2016" og hins vegar "Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2016".

Í flokknum Bræðslumyndin 2016 sigraði Jón Þorgeir Kristjánsson og hlaut hann í verðlaun Canon PowerShot G9 X myndavél.

Í öðru sæti varð Sævar Þór Halldórsson og hlaut hann í verðlaun Canon SELPHY CP1200 ljósmyndaprentara.

Í þriðja sæti varð Mareike Timm og hlaut hún í verðlaun tvo miða á Bræðsluna 2017 en til gamans má geta þá vann hún til sömu verðlauna á síðasta ári.

 

Í flokknum Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2016 bar Sabína Steinunn Halldórsdóttir sigur úr býtum og hlaut hún í verðlaun Canon PowerShot G9 X myndavél.

Í öðru sæti varð Ragna Kristín Jónsdóttir og hlaut hún  Canon SELPHY CP1200 ljósmyndaprentara í verðlaun.

Í þriðja sæti varð Íris Eyfjörð Elíasdóttir og hlaut hún í verðlaun tvo miða á Bræðsluna 2017.

 

Bræðslan, Canon og Nýherja þakkar þeim sem tóku þátt innilega fyrir þátttökuna. Dómnefnd skipuðu Bernhard Kristinn, ljósmyndari og undirritaður.

Mynd er verðlaunahafar tóku við verðlaunum í Verslun Nýherja. Myndina tók Óskar Páll Elfarsson, ljósmyndari og söluráðgjafi í Verslun Nýherja.

Frá verðlaunafhendingu í Verslun Nýherja í dag. Fv. Jón Þorgeir Kristjánsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Ragna Kristín Jónsdóttir og  Íris Eyfjörð Elíasdóttir.  Sævar Þór Halldórsson og Mareike Timm gátu því miður ekki verið viðstödd.