Réttu heyrnatólin í maraþonið < Origo

 
 

Réttu heyrnatólin í maraþonið

18.08.2015

Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 22. ágúst næstkomandi. Í fyrra tóku 15.552 manns þátt og er talið að enn fleiri munu taka þátt í ár.

Mörgum þykir gott að hlusta á tónlist á meðan þeir hlaupa, tónlistin getur aukið fókus með takti og veitt orkuinnspýtingu á mikilvægum lokametrum.

Það er hins vegar fátt eins pirrandi og að vera með heyrnatól sem detta úr í sífellu eða eru óþægileg að hafa í eyrunum til lengri tíma. Það er mikilvægt að vera með rétt heyrnatól og velja þau sem eru sérstaklega hönnuð fyrir hreyfingu. 

Hvað hentar þér?

Tegundir af heyrnatólum skiptast helst í tvennt: heyrnatól með snúru eða þráðlaus bluetooth heyrnatól. Bæði hafa sína kosti og henta misvel eftir aðstæðum. Ef þú ert með tæki sem styður ekki bluetooth, eins og til dæmis iPod eða mp3 spilara, þá verður þú að nota snúruheyrnatól.

Allir snjallsímar styðja bluetooth heyrnatól, þannig að ef þú ætlar að nota símann þinn á hlaupunum þá geturðu parað heyrnatólin við hann án snúru. Kosturinn við þráðleysið er að sjálfsögðu að þá er engin snúra að flækjast fyrir eða að sveiflast á hlaupunum, en hafa þarf í huga að bluetooth heyrnatól eru með rafhlöðu ólíkt snúrutækjunum. 

Snúru heyrnatól:

Aircoustic Sport 620 frá Vivanco eru ódýr og nett heyrnatól sem eru hönnuð fyrir íþróttaiðkun. Þau eru með nettri og mjúkri spennu sem smeygist fyrir aftan eyrað og heldur heyrnatólunum þannig öruggum á sínum stað, án þess að tapparnir troðist inn í eyrun. 

Sony Active Style eru ekki ósvipuð Aircoustic, en örlítið dýrari. Sony Active eru vönduð og létt heyrnatól sem eru einnig með spöng með festingu fyrir eyrun sem tryggir stöðugleika og að þú upplifir hámarks hljómgæði á hlaupunum.

Audio Technica ATH Sport 1 eru háklassa sport heyrnatól án spangar. Sumum finnst þægilegra að hafa heyrnatólin laus en vilja ekki fórna neinum gæðum. Sport 1 eru fislétt og lítil heyrnatól með töppum sem festast í eyrunum.

BOSE Sport In Ear2 heyrnartól eru vitanlega frábær; einstaklega létt og þægileg heyrnartól. þau sem henta vel í ræktina, hlaupin eða afþreyingu og slökun. Reebok MP3 hulstur fyrir iPhone 5 fylgir með.

Bluetooth heyrnatól:

Backbeat GO 2 eru frábær bluetooth heyrnatól sem endast vel út í lengstu maraþonin. Hágæða hljómur ómar um netta tappa sem festast í eyrunum og tengjast saman með stuttri snúru.

Í snúrunni er hljóðnemi og takki, þannig að auðveldlega er hægt að svara í símann á hlaupum eða pása tónlistina. 

Backbeat FITeru fyrir þá sem vilja aðeins það besta. Tapparnir eru áfastir spöng sem fer aftan við hnakkann og haldast þannig þægilega á sínum stað. Frábær Plantronics hljómgæði úr aðeins 24 gr. fisléttri græju. Heyrnatólin endast í allt að 8 tíma á einni hleðslu, þannig að það er vel hægt að taka sinn tíma í maraþoninu.

Fyrir þá sem ætla að hlaupa og hlusta á tónlist mælum við eindregið með þessum hlaupa-playlista á Spotify. Hann er nógu langur í heilt maraþon ef þú hleypur nógu hratt :-)