Viltu prenta stærra? < Origo

 
 

Viltu prenta stærra?

12.05.2015

Canon hefur svo sannarlega styrkt A3+ prentaralínuna upp á síðkastið en fyrirtækið hefur sett á markað tvo nýja ljósmynda bleksprautuprentara sem eru hannaðir fyrir ástríðu- og atvinnuljósmyndara; PIXMA PRO-100S og PIXMA PRO-10S. Með enn öflugri PIXMA prenturum og hágæða myndavélum heldur Canon áfram að efla sig sem traustur og nýjungagjarn samstarfsaðili ljósmyndara á öllum stigum. 

PIXMA PRO-100S er atvinnumanna A3+ ljósmyndaprentari með 8 lita dye based blekkerfi sem skilar gallerí-gæðum fyrir sýningar eða sölu. Wi-Fi tengimöguleikar og tengingar við skýþjónustur sem einfaldar vinnuflæði. PIXMA PRO-100S er tilvalinn fyrir ástríðu- og atvinnuljósmyndara.

PIXMA PRO-10S er hár-nákvæmur 10 lita pigment bleksprautuprentari sem skilar gallerí-gæðum fyrir sýningar eða sölu. Þrjú sérstök svört blekhylki tryggja framúrskarandi svarthvítar útprentanir.  Ský-tengimöguleikar til að tengjast með einföldum hætti við atvinnumanna klippi- og geymslusmáforrit.

Fyrir er Canon með PIXMA PRO-1 A3+ ljósmyndaprentarann sem er með 12 hylkja blekkerfi og er fyrst og fremst hannaður fyrir atvinnufólk eða þá sem prenta út mikið og gera kröfur um enn betri gæði.

Einfaldur á góðu verði

Ef þú vilt einfaldari og ódýari A3+ ljósmyndaprentara þá er Canon PIXMA iP8750 málið en sá er með sex blekhylkjum. Með PXIMA iP8750 getur þú engu að síður notið magnaðara ljósmynda og getur prentað út þráðlaust hvar sem er á heimilinu, einnig úr snjallsímum, spjaldtölvum og Wi-Fi myndavélum. Frábær prentari fyrir áhugaljósmyndara og alla þá sem vilja prenta út myndir í allt í A3+ til að skreyta heimilið eða gefa vinum fallegar ljósmyndir.

Fyrir skrifstofuna

Fyrir skrifstofuumhverfið er Canon PIXMA iX6850 tilvalinn. Um er að ræða afkastamikinn A3+ skrifstofuprentara með Wi-Fi og Ethernet tengimöguleikum og möguleika á að prenta úr snjalltækjum. 5 hylkja blekkerfi skilar framúrskarandi myndgæðum fyrir viðskiptaskjöl og ljósmyndir.

Hægt er að skoða úrvalið af Canon PIXMA A3+ prenturum í Netverslun.is og í Verslun Nýherja.