Virkar allt á þínum vef? < Origo

 

Virkar allt á þínum vef?

21.04.2015

Notendaupplifun skiptir mjög miklu máli á vefsvæðum sérstaklega þar sem einhvers konar kaupferli er til staðar, hvort heldur sem um er að ræða kaup á vörum eða þjónustu. Fyrirtæki leggja í talsverða vinnu til að tryggja að kaupferlið á vefnum virki sem best fyrir notendur. Þetta er fyrst og fremst gert með því að vanda til verka við hönnun og uppbyggingu vefsins og taka mið af því hvernig raunverulegir notendur nota vefinn. Góðri notendaupplifun er oft náð fram í gegnum notendapróf á mismunandi stigum þróunarvinnunar.

Þegar lausnin er komin í loftið og notendur byrjaðir að nota vefinn er getur reynst erfitt að greina hvernig notendur nota og upplifa vefinn. Þrátt fyrir að vel hafi verið staðið að þróun vefsins og viðhöfð vönduð vinnubrögð geta alltaf komið upp vandamál sem nær ómögulegt er að sjá fyrir.

„Ég fékk villu”

Þegar notandi lendir í vanda á vefnum er afar óalgengt að hann tilkynni hana. Líklegra er að notandinn leiti annað eftir þjónustu sem virkar í fyrstu tilraun. Ef svo ólíklega vill til að hann tilkynni vefstjórn um vandamál á vefnum þá er allur gangur á því hversu mikið er hægt að nota þær upplýsingar. Algengar setningar eins og „Ég gat ekki pantað vöruna, ég fékk bara villu“, segja okkur lítið um eðli vandans. Mjög tímafrekt getur verið að grafa upp upplýsingar úr undirliggjandi kerfum um hvað átti sér stað. Leit í loggum á vefþjónum og tilraunir til að endurskapa vandamálið er tímafrekt. Þegar á öllu er á botnin hvolft getur verið um eðlilega virkni að ræða eins og t.d. höfnun á kreditkorti þar sem notandinn hreinlega skildi ekki skilaboðin um synjun korts.

Við viljum vita meira

Þegar vandamál koma upp viljum við vita meira eins og hvaða villu notandinn fékk, hvaða aðgerð var notandinn að framkvæma, hvaða skjámyndir birtust honum í ferlinu, hvaða vafri var notaður og í hvaða útgáfu, á hvaða stýrikerfi og á hvernig tæki. Allt þetta myndi auðvelda okkur að greina vandamálið, lagfæra það og þannig koma í veg fyrir að aðrir notendur lendi í því sama.

Greiningarlausnir notendaupplifunar

Til eru lausnir sem geta aðstoðað við að greina notendaupplifun á vefnum. Ein af þessum lausnum er TeaLeaf frá IBM. TeaLeaf greinir notendahegðun á vefnum og gefur merki um hvar notendur hafa lent í vandamálum. TeaLeaf vistar hegðun og veru notandans svo hægt sé að skoða síðar hvaða aðgerðir ákveðinn notandi framkvæmdi á vefnum. Þessar upplýsingar koma að góðum notum þegar greina skal hvað má betur fara á vefnum.

TeaLeaf getur hjálpað

Ávinningurinn af notkun á TeaLeaf getur verið mikill og enn sem komið er er engin lausn á markaðnum sem býður uppá sambærilega virkni. TeaLeaf hentar fyrst og fremst þeim fyrirtækjum og stofnunum sem veita viðskiptavinum þjónustu á vef, hvort sem það er í formi vörusölu, sölu á þjónustu eða almennrar þjónustugáttar.

Við hjá TM Software mælum með því að fyrirtæki skoði möguleikann á því að greina notendupplifun með þessum hætti og okkur finnst áhugavert fylgjast með þróun á svona lausnum í framtíðinni.