FjárfestafréttirÁrsuppgjör 200929. janúar 2010
Ársuppgjör Nýherja hf. 2009   

Helstu niðurstöður fyrir árið 2009

• Heildartekjur Nýherja samstæðunnar voru 14.332 mkr á árinu og drógust saman
  um 4% frá fyrra ári. 
• Jákvæð afkoma af vörusölu innanlands, en tap af hugbúnaðarstarfsemi,
  tækniþjónustu og ráðgjöf. 
• Verulegur halli á rekstri dótturfélaga í Danmörku í fjórða ársfjórðungi.
• EBITDA ársins var neikvæð um 62 mkr, en afkoma batnaði innanlands á síðari
  árshelmingi. Heildartap ársins nam 686 mkr 
• Nýherji á í harðri og vaxandi samkeppni við endurreist fyrirtæki í eigu
  banka. 
• Viðskiptavild er færð niður um 322 mkr á grundvelli niðurstöðu
  virðisrýrnunarprófa dótturfélaga 
• Ráðist hefur verið í víðtækar hagræðingaraðgerðir, m.a. hefur starfsmönnum á
  Íslandi fækkað um nær eitt hundrað á árinu. 
• Unnið er með viðskiptabönkum félagsins að endurskipulagningu skulda
  jafnhliða útgáfu á nýju hlutafé og verður á aðalfundi lögð fram tillaga um að
  auka megi hlutafé um allt að 120 mkr að nafnvirði. 


Þórður Sverrisson, forstjóri:


„Rekstur Nýherja hf. var afar erfiður á árinu 2009 og tap á rekstri. Aðstæður á
íslenskum markaði einkenndust af miklum samdrætti í eftirspurn vegna minni
fjárfestinga fyrirtækja í tæknibúnaði og uppsetningu hugbúnaðarkerfa. Á
upplýsingatæknimarkaði hafa þessar aðstæður leitt til þrenginga en tugir
milljarða króna hafa verið afskrifaðir af skuldum helstu keppinauta félagsins
og fyrirtækin endurreist í eigu ríkisbanka. Þessar aðgerðir raska
samkeppnisaðstæðum og afkomu annarra fyrirtækja á upplýsingatæknimarkaði.
Nýherji hefur mætt þessum efnahagserfiðleikunum með því að sjá á eftir á annað
hundrað starfsmanna sinna frá hruni bankanna. Í janúar á þessu ári hefur reynst
nauðsynlegt að grípa til frekari hagræðingaraðgerða til að mæta þeim óeðlilegu
aðstæðum sem eru á innlendum markaði. 

Þó að óvissa sé mikil í efnahagslífinu eru jákvæð teikn um viðunandi rekstur á
árinu 2010 þar sem horfur eru á að samningar náist um ýmis stærri verkefni hjá
fyrirtækjum samstæðunnar hérlendis og erlendis. Til þess að tryggja
fjárhagsstöðu félagsins er nú unnið með viðskiptabönkum að því að ljúka
fjárhagslegri endurskipulagningu og samningum um langtíma fjármögnun í samræmi
við þær aðgerðaáætlanir sem bankarnir hafa boðað gagnvart fyrirtækjum, ásamt
aukningu á hlutafé Nýherja. Gert er ráð fyrir að því ferli verði lokið í öðrum
ársfjórðungi“.Nánari upplýsingar veitir:
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.


Nýherji hf.
Hlutverk Nýherja hf. er að skapa viðskiptavinum sínum virðisauka með þekkingu
starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina.
Nýherji býður fyrsta flokks ráðgjöf og fagþjónustu á sviði upplýsingatækni og
vandaðan tölvu-, skrifstofu- og hugbúnað ásamt traustri tækni- og
rekstrarþjónustu. Félög Nýherja samstæðunnar í rekstri eru 19 bæði hér heima og
erlendis og er heildarfjöldi stöðugilda 602. Hlutabréf Nýherja hf. eru skráð í
OMX Kauphöll Íslands. 

Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður, Árni Vilhjálmsson og
Guðmundur Jóh. Jónsson, varamaður er Jafet S. Ólafsson. Þórður Sverrisson er
forstjóri Nýherja.
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000