FjárfestafréttirBreytingar í stjórnendahópi Nýherja hf.29. mars 2012

Kristinn Þór Geirsson, aðstoðarforstjóri hefur ákveðið að láta af störfum hjá Nýherja. Kristinn hóf störf hjá Nýherja í maíbyrjun árið 2010, þegar félagið stóð í samningum við viðskiptabanka um fjárhagslega endurskipulagningu og hefur jafnframt verið ábyrgur fyrir fjölmörgum verkefnum innan samstæðunnar. Kristinn lætur af störfum í lok apríl.

Þorvaldur Jacobsen, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra Tæknisviðs, tekur við starfi framkvæmdastjóra Vörusviðs Nýherja. Þorvaldur hefur starfað hjá Nýherjasamstæðunni frá 2002. Þorvaldur er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands, með BS gráðu í tölvunarfræði frá sama skóla og meistaragráðu í verkfræði frá University of Texas í Austin.

Gunnar Zoëga hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Tæknisviðs Nýherja. Hann hóf störf hjá TM Software árið 2003 og hefur síðan gegnt ýmsum störfum þar, hjá Skyggni og síðan hjá Nýherja, nú síðast sem deildarstjóri Umsjár. Gunnar lauk BS í viðskipta- og tölvunarfræði frá University of South Carolina og kerfisfræði frá Háskólanum í Reykjavík.

Nýherji hf. er leiðandi upplýsingatæknifélag og umboðsaðili fyrir fjölmörg heimsþekkt vörumerki, svo sem IBM, Lenovo, Canon og Sony. Dótturfélög Nýherja eru Applicon, TM Software og Dansupport. Hjá Nýherja starfa um 270 manns en hjá allri samstæðunni hérlendis og erlendis eru um 550 starfsmenn.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000