FjárfestafréttirFinnur Oddsson hefur verið ráðinn forstjóri Nýherja27. ágúst 2013

Finnur Oddsson hefur verið ráðinn forstjóri Nýherja hf. og tekur við starfinu af Þórði Sverrissyni. Finnur hefur verið aðstoðarforstjóri Nýherja frá árinu 2012 og var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Finnur  tekur til starfa sem forstjóri Nýherja þann 1. september nk. Þórður verður stjórn og nýjum forstjóra til ráðgjafar næstu mánuði.

Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Nýherja: „Sú reynsla og þekking sem Finnur hefur mun nýtast félaginu vel  á spennandi tímum. Finnur þekkir fyrirtækið vel nú þegar, en hann hefur stýrt innlendum rekstri frá því í fyrra. Nýherji hefur góða stöðu á markaði og reksturinn innanlands hefur gengið ágætlega undanfarin ár. Við teljum því allar forsendur til þess að félagið geti dafnað vel. Ég þakka Þórði Sverrissyni fyrir hönd Nýherja störf hans í þágu félagsins á undanförnum tólf árum. Félagið hefur vaxið undir hans stjórn og haslað sér völl á nýjum sviðum.“

Finnur Oddsson: „Það er mjög spennandi verkefni að taka við stjórnartaumunum í Nýherja á þessum tímapunkti.  Við búum að afar hæfu starfsfólki, öflugum samstarfsaðilum og ekki síst góðum viðskiptavinum til langs tíma.  Þetta er sterkur grunnur til framtíðar, en það er sameiginlegt verkefni okkar allra sem hér störfum að bjóða viðskiptavinum okkar framúrskarandi þjónustu á hagstæðu verði.  Ég hlakka til að vinna með stjórnendum og starfsfólki að því að efla okkar þjónustuframboð og með því bæta rekstur til skemmri og lengri tíma.“

Frekari upplýsingar veitir Benedikt Jóhannesson, formaður stjórnar Nýherja, í síma 898-7575.

Um Finn Oddsson:
Finnur Oddsson hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra Nýherja frá nóvember 2012, en var áður framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs í 5 ár. Hann er með BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands, M.A. og Ph.D gráðu í sömu grein frá West Virginia University í Bandaríkjunum og auk þess AMP í viðskiptafræði frá IESE á Spáni. Finnur starfaði um árabil sem lektor við Háskólann í Reykjavík og stýrði meðal annars uppbyggingu á MBA námi skólans.  Hann veitir nú háskólaráði HR formennsku. Áður starfaði Finnur við ráðgjafastörf hérlendis og erlendis á sviði frammistöðustjórnunar og stefnumótunar. Eiginkona Finns er Sigríður Þorgeirsdóttir, lögfræðingur og MBA, sem starfað hefur sem framkvæmdastjóri rekstrarsviðs LOGOS.  Þau eiga tvo syni, Óttar og Dag.

 

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000