FjárfestafréttirFramboð til stjórnar Nýherja á aðalfundi félagsins 14. mars 201410. mars 2014

Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn Nýherja hf., sem kjörin verður á aðalfundi 14. mars næstkomandi.

 

S T J Ó R N

 

Benedikt Jóhannesson, kt. 040555-2699, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík.

Störf:

Núverandi starf er framkvæmdastjóri Talnakönnunar hf. og Heims hf.  Stjórnarformaður í Nýherja hf.  Fyrri störf: Stjórnarformaður VÍS 2012-13, stjórnarmaður í N1 o.fl.

Menntun: 
 
Ph.D í tölfræði og stærðfræði , MS í Tölfræði , BS í stærðfræði og hagfræði.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr.  12.499.030.     

Engin hagsmunatengsl eru við stóra viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

 

Hildur Dungal, kt: 140571-3859, Blikanes 28, 210 Garðabær.

Störf:

Lögfræðingur. Situr einnig í stjórn Fjarskipta hf., Fáfnir Offshore hf. og Expeda ehf. Núverandi stjórnarmaður í Nýherja hf.

Menntun:

Embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands 2000.

Eign og tengsl:

Hlutafjáreign engin. 

Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

 

Marta Kristín Lárusdóttir, kt: 080663-2269, Geitastekkur 2, 109 Reykjavík.

Störf:
Lektor í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík. Núverandi stjórnarmaður í Nýherja hf.

Menntun:

PhD frá Konunglega tæknilega háskólanum (KTH) í Stokkhólmi, Lic. Ph. í tölvunarfræði frá Uppsalaháskóla, MS í tölvunarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og BS í tölvunarfræði frá HÍ.

Eign og tengsl:
Hlutafjáreign engin.
Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

 

Ný framboð 2014:

Ágúst Sindri Karlsson, kt. 010863-4149, Fléttuvöllum 11, 221 Hafnarfirði.

 
Störf: 
Framkvæmdastjóri fjárfestingafélagsins Arkea ehf. og rekur samhliða því lögmannsþjónustu.

Menntun:
Lögfræðingur frá Lagadeild Háskóla Íslands árið 1990 og meistaragráðu (LL.M) í alþjóðlegum viðskiptarétti frá Exeter University í Englandi 1995.  Réttindi málflutnings fyrir Hæstarétti (hri). Starfsréttindi sem verðbréfamiðlari og fasteigna, fyrirtækja og skipasali.

Eign og tengsl:

Bein hlutafjáreign engin.

Eigandi 25% hlutafjár í VPS ehf. sem á 35.095.699 hluti eða 8,77% hlut í Nýherja hf.

Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

 

Loftur Bjarni Gíslason, kt. 120374-3469, Drekavöllum 45, 221 Hafnarfirði.

Störf: 
Útgerðarstjóri ísfiskskipa hjá HB Granda hf. Ekki skráður sem framkvæmdastjóri eða stjórnarmaður í öðrum félögum.

Menntun:
Stúdentspróf frá Fjölbraut í Garðabæ árið 1995. Með B.Sc gráðu í sjávarútvegsfræðum frá Háskólanum á Akureyri árið 2007.

Eign og tengsl:

Engin bein hlutafjáreign í Nýherja hf.

Engin hagsmunatengsl við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

Tengdur fjölskylduböndum við stjórnendur félaganna Vænting hf. og Fiskveiðahlutafélagið Venus hf. sem eiga sameiginlega 23,69% hlutafé í Nýherja.

 

Varamaður í stjórn

Guðmundur Jóh. Jónsson, kt: 041159 2439, Kópavogsbakki 15, 200 Kópavogur.

Störf:

Framkvæmdastjóri Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf., núverandi stjórnarmaður í Nýherja hf.

Menntun:

Viðskiptafræðingur frá Seattle University, MBA frá Edinborgarháskóla.

Eign og tengsl:

Hlutafjáreign stjórnarmanns: kr.  539.164.

Engin hagsmunatengsl eru við viðskiptaaðila eða samkeppnisaðila.

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000