FjárfestafréttirHækkun á hlutafé Nýherja hf.6. apríl 2017

REYKJAVÍK - 6. apríl 2017 

Nýherji hf. hefur aukið hlutafé sitt um 8.739.986 krónur að nafnverði. Stjórn félagsins tók ákvörðun um hækkun hlutafjárins á fundi sínum í dag á grundvelli heimildar í 15.2. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 4. mars 2016. Hlutafjáraukningin er til þess að mæta innlausn starfsmanna á kauprétti sem tilkynnt var um þann 31. mars sl. 

Hlutafé Nýherja fyrir hækkunina var 450.000.000 krónur að nafnvirði og er að henni lokinni 458.739.986 krónur að nafnverði. Hver hlutur í Nýherja er ein króna að nafnvirði eða margfeldi þar af. Eitt atkvæði fylgir hverri krónu hlutafjár. Nýherji á 171.169 eigin hluti. Hinir nýju hlutir veita réttindi í Nýherja frá skráningardegi hlutfjárhækkunarinnar hjá Fyrirtækjaskrá.

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000