FjárfestafréttirLEIÐRÉTTING: Origo hf.: Skýrsla stjórnar og stjórnarháttayfirlýsing í ársreikningi 20171. mars 2018

Eftirfarandi er leiðrétting á skýrslu stjórnar og stjórnarháttayfirlýsingu í ársreikningi Origo hf. fyrir 2017, sem birtur var í lok janúar.

Í skýrslu stjórnar í ársreikningi Origo hf. fyrir 2017 kemur fram að stjórn hafi „... ekki talið þörf á að skipa tilnefningarnefnd þar sem stærð og umfang starfsemi félagins gefur ekki tilefni til þess.“  Hið rétta er að „...hingað til hefur stjórn ekki talið þörf á að skipa tilnefningarnefnd.  Við endurskoðun á starfsháttum stjórnar og umgjörð um starfið er það nú mat stjórnar að skipa beri slíka nefnd og liggur fyrir tillaga um það á aðalfundi.“

Stjórnarháttayfirlýsingu í ársreikningi er svo leiðrétt til samræmis, þ.e. í stað setningarinnarStjórn hefur ekki talið þörf á að skipa tilnefningarnefnd“ stendur nú „Stjórn hefur ekki skipað tilnefningarnefnd, en við endurskoðun á starfsháttum stjórnar og umgjörð um starfið er það nú mat stjórnar að skipa beri slíka nefnd og liggur fyrir tillaga um slíkt á aðalfundi“.

Meðfylgjandi er ársreikningur með ofangreindum leiðréttingum.

Nánari upplýsingar veitir Finnur Oddsson, forstjóri í fo@origo.is eða síma 862 0310.

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000