FjárfestafréttirLokað hlutafjárútboð til starfsfólks og stjórnarmanna Nýherjasamstæðunnar25. júlí 2014

Á aðalfundi Nýherja hf. hinn 14. mars 2014 var samþykkt að heimila stjórn félagsins að hækka hlutafé félagsins um allt að 150 milljónir hluta með sölu nýrra hlutabréfa sbr. 41.gr. hlutafélagalaga. Á stjórnarfundi þann 25. júlí 2014 samþykkti stjórn félagsins að auka hlutafé félagsins um allt að 10 milljónir hluta til að selja til starfsmanna og stjórnarmanna Nýherjasamstæðunnar í lokuðu útboði. Unnið er að útfærslu skilmála, sölufyrirkomulagi og tímasetningum en gert er ráð fyrir því að útboðið verði á þriðja ársfjórðungi 2014. Nánari upplýsingar verða sendar til kauphallar þegar niðurstöður útboðsins liggja fyrir.

 

 

 

Nánari upplýsingar:

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í síma +354 862 0310 og
Gunnar Petersen, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í síma +354 825 9001

 

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000