FjárfestafréttirNiðurstöður almenns hlutafjárútboðs meðal stjórnar- og starfsmanna Nýherja16. september 2014

Almennt hlutafjárútboð Nýherja fór fram meðal stjórnar- og starfsmanna félagsins dagana 11. til 14. september sl., en tilkynnt var um útboðið í fréttatilkynningu félagsins þann 25. júlí sl. Útboðsgengi var fast, kr. 3,90 á hlut, og jafngilti það meðaldagslokagengi í félaginu frá 1. janúar til 4. september 2014. Tekið var við áskriftum að lágmarksfjárhæð kr. 40.000 að kaupvirði og að hámarki kr. 7.800.000 að kaupvirði. Boðnir voru til sölu 10.000.000 hluta.

Heildareftirspurn í útboðinu var kr. 78.567.150, eða sem jafngildir 20.145.413 hlutum. Samþykktar áskriftir voru fyrir 10.000.000 hlutum. Tilkynning um úthlutun verður send fjárfestum fyrir lok dags í dag, 16. september 2014.

Félagið mun í kjölfar niðurstaðna útboðsins gefa út 10.000.000 nýja hluti og verður óskað eftir töku þeirra til viðskipta á Aðalmarkaði NASDAQ OMX Iceland hf. svo fljótt sem verða má. Fyrsti viðskiptadagur með hina nýju hluti í Nýherja verður tilkynntur af NASDAQ OMX Iceland hf. með minnst eins viðskiptadags fyrirvara.

Íslandsbanki var umsjónaraðili útboðsins og töku hinna nýju hluta til viðskipta.

 

Nánari upplýsingar:
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í síma +354 862 0310 og Gunnar Petersen, framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í síma +354 825 9001

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000