FjárfestafréttirNýherji eykur hlutafé um 840 mkr að markaðsvirði og lýkur samningum við Arion banka og Íslandsbanka29. september 2010
Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að nýta heimild aðalfundar í febrúar
síðastliðnum um að auka hlutafé félagsins um 120 mkr að nafnverði. Hefur
félagið gengið frá samningum við fjárfesta um kaup á þessu   hlutafé á genginu
7,0 og er heildar söluverð því kr. 840 mkr. Í þessari viku verður hlutafé að
nafnvirði tæplega 28 mkr. skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands, en hlutafé að
nafnverði 92 mkr. verður skráð í desember. Um helmingur hlutafjáraukningarinnar
kemur frá nýjum hluthöfum. Eftir aukninguna í desember verður útgefið hlutafé
félagsins 400 mkr. að nafnverði. 

Nýherji hefur jafnframt gengið frá samningum við Arion banka annars vegar og
Íslandsbanka hins vegar um endurskipulagningu á langtímalánum félagsins, þar
sem greiðslutími verður aftur með eðlilegum hætti. 

Til að lækka skuldir félagsins enn frekar hefur Nýherji gert samning um sölu á
fasteign félagsins í Borgartúni 37 og er söluverðið 1.650 milljónir, en við það
myndast söluhagnaður að fjárhæð 82 mkr. Samhliða hefur félagið gert 15 ára
leigusamning um Borgartúni 37. 

Vegna skuldbreytingar úr erlendum lánum í innlend lækkar höfuðstóll lána.
Heildaráhrif þeirrar lækkunar og áðurnefndrar sölu á Borgartúni 37 er hagnaður
eftir skatta upp á um 150 milljónir króna miðað við stöðu í lok 2. ársfjórðungs
2010. 

Heildaráhrif aðgerðanna eru að eigið fé félagsins styrkist um nálægt einn
milljarð króna á árinu 2010. Að loknum þessum aðgerðum er fjárhagsstaða Nýherja
orðin sterk á ný og eiginfjárhlutfall félagsins verður yfir 30% í lok árs.  Þá
styrkist lausafjárstaða og veltufjárhlutfall félagsins verður aftur eðlilegt.
Vaxtaberandi skuldir félagsins verða eftir samningana um 2,6 milljarðar króna.
Greiðslutími lána verður á bilinu sjö til fimmtán ár. Vaxtaberandi skuldir hafa
þá lækkað um helming frá 30. júní. 2010. 

„Rekstur Nýherja og dótturfélaga hefur styrkst á undanförnum ársfjórðungum og
eru ágætar horfur um enn betri afkomu af rekstri samstæðunnar á næstu misserum.
Á 2. ársfjórðungi var EBITDA frá rekstri félagsins 123 mkr., en áætlað er að á
næsta ári verði hún að jafnaði um 160 mkr. á ársfjórðungi. Með ofangreindum
breytingum er félagið aftur að ná fyrri fjárhagsstyrk samhliða því að rekstur
félagsins skilar góðri afkomu.“ að sögn Þórðar Sverrissonar, forstjóra Nýherja. Nánari upplýsingar:
Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja, í síma +354 893 3630.
origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000