FjárfestafréttirNýherji - Félag stofnað um rekstur TEMPO29. janúar 2015

Rekstur TEMPO verður skilinn frá rekstri TM Software ehf. og stofnað um það sér fyrirtæki, Tempo Software ehf.

Markmiðið með aðskilnaði Tempo, sem er verkefnaumsjónar- og tímaskráningarlausn, frá annarri starfsemi TM Software er að auka sýnileika og styrkja uppbyggingu TEMPO sem vörumerkis á erlendum vettvangi. „Jafnframt aukast tækifæri til samstarfs við utanaðkomandi aðila um að styðja við hraðan vöxt, m.a. með tengslamyndun og fjármögnun á vöruþróun og markaðsstarfi. Eftir breytinguna verða til tvö afar öflug félög á sviði hugbúnaðarþróunar, með skýrt afmarkaðar áherslur, vörur og markaðssvæði,“ segir Finnur Oddsson forstjóri Nýherja. 

Nýtt skipulag TM Software mun skerpa á starfsemi félagsins og auka svigrúm til þróunar á vörum sem tengjast núverandi sérsviðum, heilbrigðisþjónustu, flug- og ferðamannaþjónustu, rafrænum viðskiptum og þjónustuvefjum. Hjá félaginu starfa 70 manns. Velta veflausna- og heilbrigðishluta TM Software var 930 mkr á árinu 2014.

Tempo Software mun einbeita sér að þróun og sölu á TEMPO hugbúnaði á alþjóðlegum markaði. Fleiri en 6.000 fyrirtæki í meira en 100 löndum nota nú TEMPO hugbúnaðinn. Velta á árinu 2014 var 740 mkr (um 6 milljónir USD), samanborið við 400 mkr (rúmlega 3 milljónir USD) árið 2013. Tekjur TEMPO eru í Bandaríkjadal. Hjá félaginu starfa 50 manns.

Tempo Software ehf. hefur starfsemi 1. febrúar 2015 og framkvæmdarstjóri þess félags verður Ágúst Einarsson. Framkvæmdastjóri TM Software ehf. verður Hákon Sigurhansson.

Nýherji er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Hjá móðurfélaginu starfa 250 manns en hjá samstæðunni um 458. Dótturfélög Nýherja eru TM Software og Applicon á Íslandi og í Svíþjóð.

Nánari upplýsingar:
Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja, í síma +354 862 0310

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000