FjárfestafréttirNýherji hf. – Breytingar á framkvæmdastjórn23. maí 2017

Linda Björk Waage hefur verið ráðin framkvæmdastjóri yfir nýju sviði innan Nýherja, Umsjá, þar sem rekstrarþjónusta og innviðir eru settir undir sama hatt. 

Linda hefur starfað hjá Nýherja frá árinu 2011 og hefur hún sinnt ýmsum lykilstörfum, nú síðast sem forstöðumaður þjónustuborðs og UT rekstrar. Linda lauk MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2009 og BA próf í sálfræði frá Háskóla Íslands árið 1997. 

Í framkvæmdastjórn Nýherja sitja auk Lindu, Finnur Oddsson, forstjóri, Gunnar Petersen, framkvæmdastjóri Fjármálasviðs, Gunnar Zoëga, framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar, Dröfn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri og Emil Gunnar Einarsson, framkvæmdastjóri Notendalausna. 

Linda tekur formlega sæti í framkvæmdastjórn Nýherja þann 1. júlí nk.

 

Nánari upplýsingar veita: 

Finnur Oddsson - Forstjóri – fo@nyherji.is – S: 862 0310  

Gunnar Petersen - Framkvæmdastjóri Fjármálasviðs - gp@nyherji.is – S: 825 9001

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000