FjárfestafréttirNýherji hf. eykur hlutafé um allt að 40 milljónir hluta3. desember 2015
Stjórn Nýherja hf. hefur ráðið Kviku banka hf til að annast lokað hlutabréfaútboð til hæfra fjárfesta

Stjórn Nýherja hf. (NYHR:IC) hefur í dag ákveðið að bjóða út allt að 40 milljónir hluta eða um 9,76% í lokuðu hlutafjárútboði til hæfra fjárfesta.  Stjórn hefur jafnframt gert samkomulag við Kviku banka hf. um að annast útboðið.

Stjórn félagsins mun nýta heimild til hlutafjárhækkunar sem samþykkt var á aðalfundi þann 14. mars 2014, þar sem hluthafar félagsins féllu frá forgangsrétti að hinum nýju hlutum.

Markmið með útboðinu er að styrkja eigið fé Nýherjasamstæðunnar og styðja enn frekar við lausnaþróun og  þann tekjuvöxt sem hefur verið hjá félaginu síðustu misseri.

Unnið er að útfærslu skilmála og sölufyrirkomulagi. Gert er ráð fyrir að útboðinu verði lokið í desember 2015. Nánari upplýsingar verða sendar til kauphallar þegar niðurstöður útboðsins liggja fyrir.

 

NÝHERJI HF.

Nýherji hf.(NASDAQ OMX: NYHR.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Nýherji er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá móðurfélaginu starfa 250 manns en hjá samstæðunni um 500. Dótturfélög Nýherja eru TM Software, TEMPO og Applicon, á Íslandi og í Svíþjóð. Nýherji er skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.nyherji.is

 

Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen framkvæmdarstjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is.

 

 

Til athugunar fyrir fjárfesta

Nýherji vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000