FjárfestafréttirNýherji hf. – Kaupréttaráætlun starfsmanna1. apríl 2016

Í gær var gengið frá kaupréttaráætlun starfsmanna félagsins og dótturfélaga í samræmi við samþykkt aðalafundar 4. mars sl. (sjá meðf.).  Kaupréttur á hlutum í Nýherja hf. samkvæmt áætlun þessari nær til allra fastra starfsmanna samtæðunnar.

Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í þremur áföngum á þremur árum frá gerð kaupréttarsamnings. Hver starfsmaður getur að hámarki keypt hluti á grundvelli þessarar áætlunar fyrir kr. 600.000 á ári og að lágmarki kr. 10.000 á ári.

Kaupverð hluta skal vera vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tíu heila viðskiptadaga fyrir samningsdag sem er 31. mars 2016. Kaupréttaráætlun þessi var staðfest af ríkisskattstjóra 17. mars sl. og er í samræmi við 8. tölulið laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Alls gerðu 364 starfsmenn kaupréttarsamning skv. áætlun þessari um 38.327.016 hluti á genginu 17,095.  Eigin hlutir Nýherja eru í dag 171.169.

 

 

 

 

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000