FjárfestafréttirNýherji hf. – Kaupréttaráætlun starfsmanna og viðskipti með eigin bréf31. mars 2017

Á grundvelli kauparéttarsamninga félagsins og starfsmanna þess sem gerðir voru á grundvelli kaupréttaráætlunar sem tilkynnt var um þann 1. apríl 2016 hefur félaginu borist tilkynning frá starfmönnum um innlausn kaupréttar á 8.602.515 hlutum á genginu 17,095.

Til þess að mæta skuldbindingum sínum samkvæmt samningunum mun stjórn félagsins gefa út nýtt hlutafé í samræmi við ákvæði samþykkta. Starfsmönnum ber að inna af hendi greiðslur fyrir innlausn hlutanna innan þriggja daga frá innlausnardegi, þ.e. fyrir lok dags þann 5. apríl. Að mótteknum greiðslum mun stjórn taka á fundi þann 6. apríl ákvörðun um útgáfu nýs hlutafjár og verður tilkynnt um endanlega fjárhæð hins nýja hlutafjár í kjölfarið.

Samkvæmt kaupréttaráætluninni nær hún til allra fastra starfsmanna samstæðunnar. Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í þremur áföngum á þremur árum frá gerð kaupréttarsamninganna. Samkvæmt áætluninni getur hver starfsmaður keypt hluti á grundvelli áætlunarinnar fyrir kr. 600.000 á ári og að lágmarki 10.000 á ári. Kaupverðið er vegið meðalverð í viðskiptum fyrir samningsdag sem var 31. mars 2016. Kaupréttaráætlunin var staðfest af ríkisskattstjóra 17. mars 2016. og er í samræmi við 8. tölulið 1. mgr. 10. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt.

Í dag 31.3.2017 gerðu 91 starfsmaður kaupréttarsamning um 3.653.396 hluti á genginu 29,89 samkvæmt þessari kaupréttaráætlun. Kaupréttur hvers kaupréttarhafa ávinnst í tveimur áföngum á tveimur árum frá gerð kaupréttarsamnings.

Eigin hlutir Nýherja í dag eru 171.169.  

Sjá í viðhengi tilkynningar um viðskipti með eigin bréf.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000