FjárfestafréttirNýherji selur starfsemi Applicon í Danmörku25. mars 2014

Nýherji hf. hefur selt starfsemi félaganna Applicon A/S og Applicon Solutions A/S í Danmörku. Kaupandinn er Ciber A/S í Danmörku, sem er hluti af  Ciber Inc. og er samstæða fyrirtækja á sviði upplýsingatækni (NYSE: CBR). Söluverð er trúnaðarmál. Salan mun hafa óveruleg áhrif á niðurstöðu rekstrarreiknings Nýherja hf. fyrir fyrsta ársfjórðung 2014 en mun treysta lausafjárstöðu félagsins og skerpa áherslur í starfsemi í þess.

Ciber í Danmörku mun taka yfir rekstur Applicon frá og með 1. apríl nk. Applicon félögin í Danmörku eru sérhæfð í sölu og ráðgjöf sem tengist SAP viðskiptahugbúnaði og þróun tengdra hugbúnaðarlausna. Tæplega 40 manns starfa hjá félögunum. 

 

Finnur Oddsson forstjóri Nýherja hf:

„Salan á Applicon félögunum í Danmörku eru tímamót fyrir Nýherjasamstæðuna. Við höfum nú dregið okkur út úr öllum rekstri í Danmörku, en hann hefur ekki gengið sem skyldi síðustu ár. Ein meginskýringin er sú að lítil sem engin samlegðaráhrif voru á milli dönsku félaganna annars vegar og félaga Nýherja á Íslandi og í Svíþjóð hins vegar.

Við erum afar ánægð með kaup Ciber á starfsemi Applicon félaganna og teljum að í þeim felist margþættur ávinningur. Þjónustu- og lausnaframboð Applicon fellur vel að starfsemi Ciber og verður sameinað félag enn betur í stakk búið til að sinna þörfum kröfuharðra viðskiptavina. Við sjáum einnig tækifæri til samstarfs milli Ciber og fyrirtækja Nýherja þegar fram líða stundir.

Nú liggur fyrir að við getum enn betur einbeitt okkur að rekstri Nýherja og TM Software á Íslandi og árangursríku samstarfi Applicon félaganna á Íslandi og í Svíþjóð. Við væntum þess að það muni efla enn frekar þjónustu til viðskiptavina okkar og bæta afkomu samstæðunnar.“

 

Nánari upplýsingar veitir:

Finnur Oddsson, forstjóri Nýherja (finnur.oddsson@nyherji.is) – s: 862-0310

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000