FjárfestafréttirOrigo hf. – Afkoma á fyrsta ársfjórðungi undir væntingum16. apríl 2018

REYKJAVÍK - 16. apríl 2018

Við vinnslu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðung hefur komið í ljós að rekstrarniðurstaða félagsins er lægri en á fyrsta ársfjórðungi í fyrra.

Áætlaðar tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi eru um 3.750 mkr samanborið við 3.996 mkr árið 2017.

Áætlað er að rekstrarhagnaður félagsins fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) verði um 105 mkr samanborið við 242 mkr árið 2017.

Tap fyrir tekjuskatt á fyrsta ársfjórðungi er áætlað 30-40 mkr samanborið við 70 mkr hagnað á fyrsta ársfjórðungi 2017.

Lakari rekstrarniðurstöðu má rekja til nokkurra þátta.  Meginástæðan er minni vörusala hjá Origo samanborið við fyrsta ársfjórðung 2017 og hækkandi launakostnaður. Í byrjun árs tók félagið upp nýtt nafn og sameinaði tvö innlend dótturfélög við móðurfélagið.  Mikil vinna og kostnaður hefur farið í sameininguna og hefur félagið varið hærri fjármunum á fjórðungnum í markaðsstarf og endurmörkun samanborið við fyrri tímabil. Einskiptiskostnaður á fyrsta ársfjórðungi vegna ofangreinds er áætlaður um 50 mkr.

Félagið vinnur enn að uppgjöri fyrsta ársfjórðungs og má áætla að ofangreindar tölur geti tekið einhverjum breytingum.

Félagið mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2018 eftir lokun markaða þann 25. apríl næstkomandi og býður félagið markaðsaðilum til kynningarfundar þann 26. apríl kl 08:30 í fundarsal félagsins í Borgartúni 37.


ORIGO HF.
Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru TEMPO ehf og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is

Til athugunar fyrir fjárfesta:
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Lokað á laugardögum 12. júní til 31. júli
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000