FjárfestafréttirOrigo hf. – Breytingar á framkvæmdastjórn Applicon AB11. júní 2020

Reykjavík, 11. júní 2020

Tomas Wikström, sem hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra Applicon AB í Svíþjóð, dótturfélags Origo hf. undanfarin ár, hefur óskað eftir að láta af störfum.

Håkan Nyberg mun taka við framkvæmdastjórastöðu Applicon AB tímabundið. Håkan hefur síðustu ár verið stjórnarmaður hjá Applicon AB og þekkir félagið vel.  Hann hefur víðtæka reynslu sem stjórnandi og stjórnarmaður á fjármálamarkaði og í tæknirekstri, sem mun nýtast félaginu vel.  Håkan er m.a. fyrrverandi forstjóri Nordnet Bank AB og IKANO Bank.

Finnur Oddsson, forstjóri:

Mig langar að þakka Tomasi langt og afar farsælt starf í þágu Applicon AB og Origo.    Tomas hefur leitt Applicon síðustu 8 ár og gegnt lykilhlutverki í að styrkja  félagið til framtíðar, sem nú stendur traustum fótum.  Fyrir hönd Origo þakka ég honum fyrir mikilvægt framlag og óska velfarnaðar í næstu verkefnum.

Nánari upplýsingar

Finnur Oddsson forstjóri í síma 862-0310 eða fo@nyherji.is og Gunnar Petersen framkvæmdastjóri fjármálasviðs í síma 825-9001 eða gp@nyherji.is.


origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagar - Lokað
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000