FjárfestafréttirOrigo hf: Breytingar á framkvæmdastjórn - Örn Alfreðsson ráðinn framkvæmdastjóri hjá Origo6. desember 2018

Örn Þór Alfreðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Viðskiptaframtíðar Origo og tekur til starfa á næstu dögum. Helstu verkefni sviðsins lúta að viðskiptastýringu,  sölu- og markaðsmálum ásamt því að samræma og tryggja gæði þjónustuupplifunar viðskiptavina félagsins.  Markmið Origo er að veita ávallt afburðar þjónustu og vera leiðandi sem samstarfsaðili fyrirtækja um tæknibúnað, hugbúnaðarlausnir, þjónustu og ráðgjöf á sviði upplýsingatækni. 

Örn er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með víðtæka reynslu af stjórnun og rekstri i upplýsingatækni. Hann starfaði lengi sem framkvæmdastjóri hjá EJS og síðar hjá Advania þar sem hann var ábyrgur fyrir sölu og samræmingu markaðsmála fyrirtækisins. Nú síðast starfaði Örn Þór sem framkvæmdastjóri Glerverksmiðjunnar Samverk.  Örn situr einnig í stjórn rekstrarfélagsins Virðingar.    

“Það er okkur mikill fengur að fá Örn til liðs við Origo teymið.  Hann hefur starfað í upplýsingatækni um langt skeið, skilað eftirtektarverðum árangri og átt sérlega gott samstarf við viðskiptavini, sérstaklega í tengslum við umfangsmeiri verkefni.  Það hefur gengið vel hjá Origo að undanförnu, við höfum styrkt og víkkað út þjónustuframboð okkar fyrir núverandi og nýja viðskiptavini.  Það eru því bæði áhugaverð og krefjandi verkefni framundan, sérstaklega í ljósi örra tæknibreytinga og tækifæra sem þær skapa fyrir atvinnulíf í umbreytingarfasa.  Þekking Arnar á því hvernig fyrirtæki geta nýtt verkfæri upplýsingatækni til að gera betur og skapa sér forskot, er mikils virði fyrir okkar viðskiptavini og þess vegna einnig fyrir Origo.” segir Finnur Oddsson, forstjóri Origo.

Nánari upplýsingar: Finnur Oddsson forstjóri  fo@origo.is

ORIGO HF.
Origo. (NASDAQ OMX: Origo.IC) er samstæða fyrirtækja í upplýsingatækni. Origo er þjónustufyrirtæki og hlutverk þess felst í að aðstoða viðskiptavini að ná enn betri árangri í sínum rekstri með aðstoð upplýsingatækni, sérfræðiþekkingu starfsfólks og lipurri þjónustu. Hjá samstæðunni starfa um 550 manns. Dótturfélög Origo eru TEMPO ehf og Applicon AB. Hlutabréf Origo hf. eru skráð í Kauphöll Íslands. Nánari upplýsingar er að finna á www.origo.is

Til athugunar fyrir fjárfesta:
Origo vekur athygli á því að staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu kunna að vera byggðar á mati og áætlunum stjórnenda félagsins en ekki á staðreyndum sem hægt er að sannreyna af birtingu tilkynningarinnar. Eðli málsins samkvæmt fela slíkar staðhæfingar í sér óvissu. Athygli fjárfesta er vakin á því að margir þættir geta haft þau áhrif að rekstrarumhverfi félagsins og afkoma verði með öðrum hætti en forsendur gera ráð fyrir í tilkynningunni. Þessi tilkynning verður ekki endurskoðuð eftir birtingu hvað þetta varðar. Staðhæfingar sem finna má í þessari fréttatilkynningu gilda eingöngu á því tímamarki þegar fréttatilkynningin er birt og takmarkast gildi þeirra við það sem segir í fyrirvara þessum.

   

origo-logo
Skiptiborð
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-16:00Sími: 516-1000
Verslun í Borgartúni 37105 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 08:00-17:00Laugardagarkl. 11:00-15:00
Verkstæði og vöruafgreiðslaKöllunarklettsvegi 8104 Reykjavík
Mánudagar - föstudagarkl. 09:00-17:00
StarfsstöðvarAkureyriÍsafjörðurNeskaupsstaðurEgilsstaðir
Origo, Borgartún 37, 105 Reykjavík, kt: 530292-2079. S: 516 1000